Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Blaðsíða 59
TMM 2017 · 2 59 Davíð Stefánsson Filma gleymir engum skurði, aldrei Filma gleymir engu, aldrei. Hún liggur strengd á kefli sínu, í hylki sínu, átekin árum síðar; liggur á meðal ósoðinna eggja í ísskáp sem er minn eigin og ég opna oft á dag. Filma geymir allt sem ég hef gleymt; þessi sárustu augnablik sem minnið ræður ekki við að geyma og frystir í aðskildum hólfum eins og vatn í boxi, eins og klaka í boxi. Ég stíg út úr öryggi eldhússins, á eftir stíg ég þaðan, rétt bráðum, eggið er soðið lint eins og vera ber, saltað og rjúkandi, og ég rýf hvítuna með þéttum þrýstingi; sker hana með beittum hnífi og horfi á rauðuna renna út úr sárinu. Og þá stíg ég út úr örygginu, filman er sótt, ég framkalla; kalla fram sársauka sem ekki var minn eigin en aldrei hefur gleymst: Við stökkvum nakin út úr hamingjunni í sænsku sumarmorgunloftinu ofan í hamingjuna sem er ískalt stöðuvatn; hinn fullkomni áfangastaður drukkinna ung- menna sem engu hafa að tapa eftir dýrðarinnar næturdrykkju að lokinni fimm daga ritsmiðju og andlegri innspýtingu. Við erum upprennandi skáld, misung, en öll byrjendur á ritvellinum. Við höfum kynnst, þreifað hvert á öðru og náð að skilja hvert annað þrátt fyrir illbrúanleg tungumálafljót, þrátt fyrir skandínavíska tog- streitu í bland við skandínavíska samkennd. Við höfum kynnst á nánasta hátt sem hægt er að kynnast, í gegnum eigin sköpun, með lestri, með tjáningu, með frelsi, með því að deila vonum og þrám, ótta og ástum. Og nú er morgunn og framundan er að horfast í augu við svefnleysi næturinnar, drykkju þessarar heilnætur, leggja drög að því að verja komandi degi í að jafna út þessa stolnu nótt í sænsku sumarfrelsi. Morgunverðurinn bíður. Og þar bíður okkar hið óvænta. Hann. Við sjáum hann ekki þegar við reikum í gegnum mötuneytið, þegar við röðum á diska og bakka þykkum og safaríkum tómatsneiðum, gúrkusneiðum, harðsoðnum eggjum, síld og kavíar, múslí og súrmjólk, appelsínusafa og kaffi. Við sjáum hann ekki þegar við stígum út á veröndina og reynum að halda drukknum andlitum í réttum skorðum, reynum að láta eins og ekkert sé; þegar við skimum eftir borði verðum við einskis vör, við skynjum aðeins óljóst að ekki er allt á sínum stað, að eitthvað hefur færst úr stað; það er þögn í allra augum, sem við heyrum ekki, það er sorg í öllum vöðvum, sem við skynjum ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.