Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 61
F i l m a g l e y m i r e n g u m s k u r ð i , a l d r e i TMM 2017 · 2 61 Filma gleymir engu, aldrei, og það gerir húðin ekki heldur. Fyrir framan okkur situr Norðmaður; enginn skilur hvaðan hann kom og hvert hann er að fara. Við drekkum kaffið og reynum eftir fremsta megni að drepa tímann, hrekja hann á brott, hratt, eyða honum, svo að þessi hrikalega og þrungna samverustund sem enginn óskaði sér renni sitt skeið á enda, hratt, strax. *** Við drekkum núna kaffi saman í borginni eftir að hafa kvatt staðarhaldarann á hlaðinu og stigið upp í smárútuna með örfáum öðrum; þeim sem fyrir hendingu voru á leið í sömu átt í tilverunni, til höfuðborgarinnar, þar sem alltaf lá fyrir að verja hálfum degi í samveru og bið eftir flugi í ólíkar áttir, heim. En ekkert er eðlilegt. Það eru rispur á filmunni sem valda hökti í öllum samskiptum, það er steinn í skónum og engin leið að hella honum úr. Styrkur Ingimars frá því um morguninn er veikleiki okkar; með því að grípa Norðmanninn og taka hann í fangið, gerast stuðningsmaður hans og trúnaðarmaður, gerast skilningur hans í frumáfallinu … með öllu þessu hefur hann yfirtekið áfallið og sorgina og lamað okkur hin, gert okkur ófær um að stíga inn í aðstæðurnar og verða að liði. Þess vegna sitjum við hérna og drekkum kaffi og þegjum og hugsum um þyrna og slys og reynum af fremsta megni að horfa á hann án þess að stara, án áfergju; við hugs- um um foreldra mannsins og konu hans, hugsum um börn hans sem bíða heima eftir mjúkum og endurheimtum pabba, bíða eftir nammi eða gjöfum og einhverju spenn- andi úr ferðatöskunni en fá í staðinn að hugsa um slys, hugsa um skurði, hugsa um pabba sinn alveg upp á nýtt, um það sem pabbi er fær um, hugsa um hvað kemur fyrir pabba þegar hann er í burtu, þegar hann situr og hugsar einn með öðrum í sænskri nótt og ölvímu og andlegri vímu skáldskaparins, og við hugsum um hvernig þau fara að hata þetta allt; Svíþjóð, skáldskapinn, ferðalög, fjarlægðir, ölvímu – hvernig þau fara að hata þetta allt til að fara ekki að hata pabba sjálfan; til að geta elskað hann áfram. Við sitjum og drekkum kaffi, hugsum, þegjum, getum ekki neitt, við erum lömuð ungskáld sem eigum ekki lengur orð. Og við enda borðsins situr hann, horfir í engin augu, lýtur þessari þögn og faðmar hana að sér, leyfir henni að síga inn í tíu þúsund skurðina í andliti sínu sem nú eru farnir að þrútna og roðna, leyfir undrun okkar að framkallast á eigin andliti. Og hann veit að aldrei mun hann nokkurn tímann gleymast; skilur kannski, einmitt þarna, áhrifin sem ein manneskja getur haft á aðrar manneskjur, áfram og um alla eilífð; hvernig mikill og uppsafnaður þungi aðstæðna, undrunar og fáránleika getur meitlast inn í hold annarra og framkallast þar til frambúðar eins og húðflúr á skrokki, eins og texti á blaðsíðu í bók. *** Við erum næm. Við erum ljósnæm. Við erum ljósnæm eins og allt sem lif- andi er; ljósið skapar okkur, heldur á okkur hita, tillífar okkur. En skugg- arnir og sorgirnar og geðveikin og firringin snerta okkur líka, stundum meira, stundum dýpra. Sterkbyggði Norðmaðurinn hefur lifað í mér í fimmtán ár. Ég get ekki skilið áhrifin af gjörðum hans, ekki þá, ekki núna. Þegar alls er gætt vitum við ekki neitt. Kannski sá ég glitta í þá mestu geðveiki sem hugsast getur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.