Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 64
64 TMM 2017 · 2 Oddný Eir Ævarsdóttir Útrýmingarhætta Uppgjöf og umorðun á íslensku Ég dáist að þýðendum. Þolinmæði þeirra, þori, innsæi, auðmýkt. Mér hefur sjálfri aldrei lánast að klára þýðingu nema á tveimur frönskum leikritum sem leikin voru í íslensku leikhúsi. En ef sýningin hefði ekki verið komin á dagskrá hefði ég aldrei klárað. Mig langar ekkert sérstaklega til að birta hálfkaraðar þýðingar mínar á ljóðum en ég er komin með samviskubit yfir því að vera ekki virk í þýðingum eins og margir höfundar sem leggja sitt af mörkum með reglubundnum hætti, og fæ því að birta hér drög að nokkrum af fjölmörgum ókláruðum þýðingum mínum, bið lesendur velvirðingar. Ég vaknaði upp af vondum draumi um að íslenskan myndi deyja út. Í alvöru, deyja út, vera aðeins til í orðabók. Var þó nokkuð róleg þegar ég fór á fætur, fékk mér mjög sterkt kaffi og settist við skrifborðið til að orða eitt- hvað óorðanlegt á íslensku. Á meðan hún er lifandi. Á meðan hún nær að umlykja leyndardóma lífsins í málfræði sína og setningarfræði eins og engin önnur tunga er fær um. Er það mótsagnarkennt að vilja skrifa á tungumáli sem mann grunar að enginn muni skilja eftir ár eða árhundruð. Til hvers þá? Til þess að gefa þýðendum framtíðarinnar verkefni? Kenning dagsins: Þýdd erlend verk á íslensku verða mjög mikilvæg heimild um hið framliðna mál: Þýðend- urnir geta borið saman frumritin og þýðingarnar. Og kannski endurlífgað íslenskuna. Ég ætla að skrifa örstutta formála að hverju því erlenda broti sem ég hef reynt að umorða á íslensku. Þetta eru tækifærisþýðingar og tilraunir; drög. 1. Paul Celan Ég sendi vini mínum nokkur textabrot í fimmtugsafmæligjöf. Meðal annars snaraði ég nokkrum ljóðlínum eftir Celan, valdi stutt brot. Sé núna hversu óviðeigandi var að velja ljóð á fimmtugsafmæli eftir mann sem einmitt fyrir- fór sér fimmtugur. Paul Celan kastaði sér ofan af brú í París og drukknaði í ánni Signu. Áður hafði hann gefið út mörg ljóð og ég á fallega bók sem vinkona mín í New York gaf mér – hún er gyðingur eins og hann – þar sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.