Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 94
94 TMM 2017 · 2 Árni Bergmann Tolstoj eða Majakovskij Hugleiðing um áhrif bókmennta á rússnesku byltinguna á aldarafmæli hennar Við teljum okkur vita að bókmenntir hafi áhrif á lesendur sína en það reynist afskaplega erfitt að mæla hver þau eru, hve sterk og hvernig þau flæða um sálirnar og samfélögin. Stundum láta menn sem fagrar bókmenntir geti vakið heilar þjóðir og stéttir til baráttu og sigra en aðrir eru mun hógværari og segja sem svo: Bókmenntir geta haft áhrif á einstaklinga, mannskilning þeirra og mat á því hvað er gott eða illt, skaðvænlegt eða nauðsynlegt. Þessir einstaklingar hafa sumir hverjir vald eða möguleika á að fylgja eftir því sem þeir hafa lært, m.a. af skáldskap, og miðla því áfram til annarra. Hvort sem væri: svo mikið er víst að við þurfum að huga grannt að því hvert bækur skálda og sagnameistara rata þegar við spyrjum um áhrif verka þeirra, hver eru móttökuskilyrði á hverjum tíma og í hverju samfélagi fyrir því að rödd þeirra heyrist svo um muni. Enginn efist heldur um að villugjarnt verður hverjum þeim sem reynir að skoða þessi móttökuskilyrði svo gagn sé að. Flýtum fyrir framtíðinni Rússneska byltingin, öreigabyltingin mikla, októberbyltingin, sætti meiri tíðindum en flest annað sem gerðist á næstliðinni öld og nú eru hundrað ár síðan hún var gerð í tveim áföngum ef svo mætti segja. Í febrúar árið 1917 þegar síðasti keisarinn hraktist frá völdum og í október-nóvember (eftir því hvaða almanak er notað) þegar harðsnúinn flokkur róttækra marxista undir forystu Leníns náði völdum og boðaði að allar stoðir gamla samfélagsins skyldu sundur brotnar og hafist handa um að byggja nýjan heim. Gáum að því að Rússland var einmitt landið þar sem ríkt hefur hvað öflugust trú á áhrifamátt bókmennta, ekki aðeins á einstaklinga, mann- skilning þeirra og þroska, heldur og á samfélagið í heild. Þessi trú á sér langa og merka sögu sem tengist ekki síst því, að Rússland var lengst af rit- skoðunarþjóðfélag þar sem venjuleg pólitík var bönnuð eða mjög að henni þrengt. Við þessar aðstæður fá bókmenntirnar það hlutverk meðal annars að koma í stað beinnar stjórnmálaumræðu. Kappræður um það á nítjándu öld hvað væri brýnast að gera til að breyta Rússlandi og hvaða leiðir væru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.