Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 99
To l s t o j e ð a M a j a k o v s k i j TMM 2017 · 2 99 á kjaftinn“ (Poshetsjina obshestvennomu vkúsú), og var með margvíslegum hætti yfirfært frá heimi skáldskapar á þjóðfélagið í heild. Majakovskij lét síðan mikið að sér kveða á byltingartímanum sjálfum meðan enn var óvíst hvorir hefðu betur, rauðliðar eða hvítliðar. Þegar byltingin hefst eru margir rithöfundar tvístígandi og eiga erfitt með að fóta sig. Eins þótt rússneskur skáldskapur hefði sitt hvorum megin við aldamótin 1900 verið mjög upptekinn við að tjá þörf fyrir mikið uppgjör og nýja byrjun svo sem fyrr var getið. Margir höfundar fóru í útlegð eða í innri útlegð í eigin landi, ellegar biðu hálfvolgir átekta – tóku undir sumt í byltingu bolshevika Leníns en höfnuðu öðru. Ekki Majakovskij. Hann setur sjálfum sér þá stefnuskrá sem kalla má afdráttarlausa kröfu um þjónustu við byltinguna. Meðan enn er tvísýnt um það kto kogo – hver muni sigra hvern – er hann meira en fús til að gerast áróðursskáld og nytjaskáld. Hann ávarpar félaga sína fútúristana og segir: „allir upp á götuvígi hjartna og sálna.“ „Tökum undir okkur stökk inn í framtíðina.“ (kvæðið Tilskipun til Listahersins). Í bálkinum 150 miljónir talar hann af áfengri mælsku um þann kveðskap sem á að renna höfundarlaus og nafnlaus inn í byltinguna og hafa það eitt að markmiði að „skína því sem á morgun kemur.“ Um leið samdi Majakovskij ekki bara herhvöt í borgarastríði og íhlutunar- stríði erlendra ríkja gegn byltingunni. Hann lætur einnig fljótt til sín taka í því að berjast fyrir „réttri“ framvindu samfélagsins – fyrir því að til verði nýir menn og ný menning í samfélagi sem á að verða laust við yfirstéttir, trúarbrögð og smáborgaraskap. Allt er þetta komið fram strax á fyrstu tveim árum byltingarinnar og þennan stein klappaði Majakovskij af þrautseigju meðan honum entist aldur til. En hvað þýddi þetta brambolt allt í raun og veru? Til dæmis varðandi það sem fyrst var um spurt: að byltingin varð stað- reynd og hún varð ekki kveðin niður? Það segir sig sjálft að á því ferli koma saman margir þættir og afar erfitt að mæla styrkleika hvers og eins. Fútúristar og aðrir róttækir skáldahópar reyndu, bæði í anda hefðbundinnar trúar á áhrifamátt bókmenntanna og svo í hroka eigin sjálfshafningar, að láta sem þeir skiptu afar miklu máli. Majakovskij lét stundum sem hans volduga orð væri almáttugt. Glæsilegar stórýkjur eru honum tamar. Þegar fyrir byltingu kallar hann í Ský í buxum sjálfan sig „gullmunninn mesta“ sem færir með hverju orði sálinni nýjan afmælisdag Í málsvörn fyrir skáldskapinn sem hann orti síðar og kallast Talað við skatt- heimtumann um skáldskap upphefur hann iðju sína á þessa leið:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.