Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 100
Á r n i B e r g m a n n 100 TMM 2017 · 2 Þessi orð megna að hræra miljónir af hjörtum í þúsund ár. En það er hægur vandi að taka allt annan pól í hæðina og segja sem svo: Í Rússlandi varð bylting vegna þess að Rússland var illa leikið af langri heims- styrjöld, af spilltri og duglausri stjórn, stjórnkerfið var í molum – og þegar svo var komið gátu harðir byltingarflokkar eins og bolshevikar Leníns eða þá Eserar (flokkur Samfélagsbyltingar) stigið fram og reynt að taka öll völd í sínar hendur. Reiði fólksins í garð Nikulásar annars keisara eða þá Ras- pútíns, einkavinar keisarahjónanna, heift landlausra bænda og stríðsþreyttra hermanna skiptu þúsund sinnum meira máli um hrun þess Rússlands sem var og framvindu mála á byltingarárunum en möguleg hrifning af ósvífnu og hneykslanlegu skáldskaparhjali Majakovskijs og allra hans samherja. Svo mikið er víst að sjálfir byltingarforingjarnir voru ekki sérlega uppnumdir af liðveislu skáldanna. Á þessum árum voru helstu foringjar bolshevika Lenín og Trotskij. Stalín var enn baksviðs. Í riti sínu Byltingin og bókmenntirnar ( Literatúra i revol- jútsija,1924) klappar Trotskij stundum vinsamlega á kollinn á Majakovskij og hans mönnum: gott hjá ykkur strákar að byrja á einhverju nýju, gera upp- reisn gegn dulúð symbolismans, reyna á þanþol rússneskrar tungu, gott að „standa með tækninni, vísindalegri skipulagningu, vélinni, viljastyrknum og hugrekkinu.“ En hann ávítar líka óspart fútúristahöfðingjann fyrir ofmat á sjálfum sér og segir til dæmis: „Alltaf þegar Majakovskij reynir að upp- hefja manninn þá gerir hann Manninn að Majakovskij.“ Trotskij finnst það heimskuleg ósvífni að gera í ljóðum sjálfan sig að þungamiðju allra hluta, til dæmis ástamál sín að jarðskjálfta eða meiriháttar þjóðflutningum. Maja- kovskij, segir Trotskij, veit ekki hvað sjálfsgagnrýni er og „eyðileggur skáld- legan tilfinningahita með grófum öskrum.“ Trotskij er líka andvígur þeirri frekju fútúrista að vilja sölsa til sín eins- konar einokun yfir menningarlífinu, reyna að slátra öllum öðrum skálda- hreyfingum, heimta blessun valdhafanna sem handhafar hinnar „réttu og nauðsynlegu“ fagurfræði byltingarsamfélagsins. Trotskij vill að skáld sinni „þörfum og kröfum samfélagsins“ (sem er gamalt og nýtt stef í rússneskri umræðu). En ber ekki fram kröfu um það að Flokkurinn, hið pólitíska vald, fari að stjórna beint lífi bókmenntanna og gera upp á milli einstakra hópa skálda og listamanna eins og fútúristar gjarna vildu. Lenín var í þessu efni sama sinnis. Hann var reyndar svo lítið hrifinn af fútúristum að honum fannst nóg að gefa eitthvað út eftir þá svosem tvisvar á ári. Ekki nóg með það. Foringjar byltingarinnar, Trotskij og Lenín, telja að bókmenntir séu yfir höfuð ofmetnar. Skáldin séu ekki spámenn sem vísi veginn heldur drattist þeir á eftir atburðum og sviptingum sögunnar. Menntamennirnir, intelligentsian, hafi gert skáldskap að veraldlegri Biblíu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.