Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 102
Á r n i B e r g m a n n 102 TMM 2017 · 2 um frægasta höfund Rússlands, Tolstoj? Átti hann kannski stærri hlut í byltingunni en það skáld sem hæst hrópaði um nauðsyn hennar? Sú kenning hefur drjúgt fylgi, ekki síst á okkar dögum. Hvernig má það vera? Sjálfur vildi Tolstoj að sönnu miklar breytingar í öllu mannlífi og uppgjör við óþolandi hyldýpi milli ríkra og fátækra. En hann lagði megináherslu á það að hver og einn tæki fyrst til í sínu sálartetri, gerði upp við sjálfan sig í anda ítrustu krafna um kristilegt siðgæði og setti þá á oddinn þau frægu orð Jesú: „far þú og sel eigur þínar og gef fátækum.“ Tolstoj hafði að auki mikla vantrú á allri pólitík, einnig verklýðshreyfingu og marxisma. Hann ítrekaði það oft, að þótt marxistar sigruðu í byltingarátökum mundi það breyta næsta litlu, það eina sem mundi gerast væri að valdið færðist til en kúgunin héldi áfram. Sjálfur Lenín hafði skrifað langa grein um Tolstoj og tengt hugsun hans og verk við atburði byltingartilraunarinnar 1905, en sú bylting var bæði bæld niður og rann út í sandinn vegna forystuleysis og ráðleysis þeirra sem til hennar blésu. Lenín taldi að þetta hefði gerst meðal annars vegna þess að rússneskir menntamenn og svo bændur hugsuðu í alltof ríkum mæli eins og Tolstoj. Þeir væru að sönnu á móti ríkjandi ástandi en kynnu ekki að byggja upp harðsnúinn byltingarflokk sem einn gæti með valdi steypt fúnum stoðum samfélagsins, velt í rústir til að byggja á ný. Þess vegna hikuðu of margir á úrslitastundum. Hvernig gat þá Tolstoj greifi orðið áhrifavaldur í byltingu Leníns? Var hann ekki utan við hana og þar með dæmdur til að vera „ekki neitt“ eins og Trotskij sagði? Enda dauður sjö árum áður en hún hófst eins og fyrr var getið. Í fljótu bragði séð voru fáir menn ólíkari en þessir menn tveir sem við tökum hér til dæmis, Tolstoj og Majakovskij. Annarsvegar síðskeggjaður siðbótarmaður og greifi um leið, höfundur stórra skáldsagna sem „reyna að ná utan um allt“ eins og Tolstoj sagði um Önnu Karenínu. Og um leið, bæði í skáldskap og ritlingum, alls ekki hógvær en þó friðsamur ádeilumaður, strangur fjandmaður allrar valdbeitingar, óþreytandi talsmaður andófs án ofbeldis. Tolstoj var reyndar andvígur öllu ríkisvaldi, ekki síst dómstólum þess og her, í sannleika sagt einskonar kristinn stjórnleysingi. Hinsvegar höfum við ungan og kjaftforan bóhem eins og Vladimir Majakovskij sem ætlar sér að tortíma fortíðinni í menningunni og taka virkan þátt í að stúta yfirstéttinni í landinu í marxískri byltingu og er hvergi smeykur við að það renni blóð eftir slóð. Hann treystir á Flokkinn og hið nýja ríkisvald til þess að smíða nýjan mann og nýjan heim. Og þá á hvergi að draga af sér. Maja- kovskij yrkir snemma í byltingunni og sparar hvorki heift né ómstríða sam- hljóða: zhar (steiktu) zhgi (brenndu) rezh (skerðu) rúsh (brjóttu)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.