Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 106
Á r n i B e r g m a n n 106 TMM 2017 · 2 Eftir umskiptin miklu Spyrjum þessu næst: hver voru áhrif þessara tveggja merku höfunda á það hvað úr byltingunni varð? Majakovskij lagði sig mjög fram um það að hafa sem mest að segja um þá hluti. Eftir að byltingarþjóðfélagið fær frið til að festa sig í sessi telur hann sér skylt að snúa sér að því að ala lýðinn upp í réttum anda. Kvæði hans verða á víxl glaðklakkaleg ádrepa á eða þreytuleg umkvörtun um „smáborgara- skap“ og „skrifræði“ og fáfræði og valdhroka nýrra embættismanna. Maja- kovskij reynir auk þess að halda fram rétti skálda, ekki bara til að „þjóna byltingunni“ heldur og til að hafa sitt að segja um framvindu hennar, „vera leiðtogi fólksins“ eins og segir í kvæðinu Talað við skattheimtumann um skáldskap. Og í kvæðinu Fullum hálsi gerir hann upp framlag sitt og líkir ljóðlínum sínum við riddaralið orðheppninnar með flugbeittar lensur rímsins á lofti sem hafi þeyst „sigursælt“ fram í baráttu næstliðinna tuttugu ára. Þó var það svo, að bæði skáldinu og öðrum fannst oft að allur þessi mikli kvæðaflaumur bæri lítinn árangur. Enda var Majakovskij sjálfur einatt eins og milli steins og sleggju. Í raun er hann sífellt að ítreka þá einföldu hugsun að „stefnan er góð en mennirnir bregðast“ eins og svo margir talsmenn meiriháttar hreyfinga hafa borið fyrir sig og verður sú afsökun fyrr en síðar daufleg og máttvana. Skáldið glutrar niður hikleysi og dirfsku fyrirbyltingaráranna og umskiptatímans mikla. Heróp og vígorð breytast í klisjur um dragbíta og framapotara sem ekki eru enn nógu „meðvitaðir“ eða þroskaðir fyrir nýtt líf, eða þá um stéttaróvininn í felum sem allt illt vilji byltingunni. Svo hafnar skáldið eftir dauða sinn í öfugsnúnu hlutverki: Stalín taldi sér hentugt að lýsa því yfir að Majakovskij hefði verið og yrði mesta skáld Sovéttímans. En um leið var í reynd allt annað gert í menningarpólitík en hugur skáldsins stóð til. Með hertri ritskoðun og einni opinberri bókmenntastefnu (sósíal- realismanum sem komið var á með stofnun Sovéska rithöfundasambandsins árið 1934) var dregið úr mögulegu ádrepuhlutverki skáldskapar vegna kröfu sem stefnumótendur og valdhafar gerðu til skálda um jákvæðni og bjartsýni. Um leið gerist það að talsmenn hinnar opinberu stefnu halda á lofti hefðar- hyggju og agnúast út í bókmenntalega tilraunastarfsemi eins og þá sem fútúristar fóru af stað með. Um sjálfa þróun sovétbókmennta má segja að miklu heldur væri Tolstoj tekinn sem fyrirmynd í starfi skáldsagnahöfunda en Maja kovskij í ljóðlist. Sumt í arfi Majakovskij hlaut að hafa neikvæð áhrif á ýmsa þætti í sov- éskri menningarumræðu og listalífi. Áhersla hans á nauðsyn þess að gera líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.