Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Qupperneq 119
„ E i n h e r j i s a n n l e i k a n s “ TMM 2017 · 2 119 er ofurlítið hljóð fékkst, reyndi hann að halda áfram: „Kenning Jesú hefur verið sett undir mæliask – það má sjá og sanna af sögunni – trúarjátningar kirkjunnar eru mannaverk!“ (Yfirtaks óhljóð). Nú hrópaði Magnús og fékk þá hljóð: „Þótt það kost- aði mína eilífu sáluhjálp, get ég ekki þaggað niður rödd samvizku minnar og sann- færingar!“Meira fékk hann ekki mælt, svo að heyrðist fyrir ópum og hringingum, en ennþá stóð Magnús í ræðustólnum … Eftir mikla orrahríð var hlé, og Magnús, sem enn stóð blýfastur í stólnum, hóf upp hendur sínar og hrópaði: „Úr því að ég enga áheyrn fæ, hrópa ég í neyð minni til þín, þú eilífi alfaðir, sem útbreiðir hendur þínar allan daginn yfir þverbrotinn lýð!“ (Síðan fylgdi bæn) … Undir ræðunni (bæninni) var steinhljóð í salnum, og féll kvenfólkið í grát, og sá ég, að menn þeir, er stóðu nærri mér, viknuðu, en aðrir hristust. Og er Magnús gekk frá stólnum, reyndu ýmsir prelátar að taka hann tali og einn faðmaði hann í þrönginni grátandi … (Matthías Jocumsson, 1959, bls. 175–176) Séra Matthíasi kom Lúther í hug, sem staðið hafði í svipuðum sporum, og hann sjálfur ort um, og honum varð hugsað til þess, er hann heyrði Jón for- seta flytja „stóru ræðuna“ á alþingi 1867: „Það er sjaldan, sem menn heyra andleg stórmenni tala,“ segir séra Matthías. Þótt Magnús ætti ekki afturkvæmt til Íslands eftir að námi lauk, nema í tvær stuttar heimsóknir, hélt hann sambandi við fjölskyldu sína og fjölmarga landa með bréfaskiptum og gjafasendingum á báða bóga. Einkum var kært á milli hans og Jóns yngsta albróðurins, og skrifuðust þeir á til æviloka. Jón skírði einkason sinn Stefán Magnús í höfuðið á bróður sínum að seinna nafni og það gekk síðan í erfðir til bróður míns, sem nú er látinn. Stefán Magnús var lengst prestur á Auðkúlu í Húnavatnssýslu. Hann var þekktur söngmaður og lék á fiðlu eins og Magnús frændi hans. Jón Helgason segir í riti sínu Vér Íslands börn, að Íslendingar í Kaupmanna- höfn hafi haldið Magnúsi Eiríkssyni afmælisveislu sjötugum, þar sem Jón Sigurðsson, vinur hans allt frá skóladögum, mælti fyrir minni hans. Að undirlagi dansks manns skutu vinir Magnúsar saman í lítinn sjóð honum til lífeyris í ellinni, auk þess að danska stjórnin greiddi honum 400 d.kr. árlega síðustu árin í viðurkenningarskyni fyrir „ósérplægni hans og hásæi.“ Magnús andaðist á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn í júlí 1881 í umönnun íslenskrar hjúkrunarkonu. Hann var grafinn í kirkjugarði í Kaupmanna- höfn. Ári síðar reistu vinir hans í Kaupmannahöfn og á Íslandi honum veg- legan minnisvarða á gröfinni með brjóstmynd hans á háum stöpli. Í grein sinni um Magnús segir prófessor Ágúst H. Bjarnason: „Magnús Eiríksson var, að mínu viti, rjettnefndur einherji sannleikans um sína daga. Ósigraður dó hann og ósigraður mun hann lifa í endurminningu þjóðar sinnar, þegar hún er orðin jafn hreintrúuð og hann, kýs fremur að trúa því, sem sjálfur Kristur kenndi, en hinu, sem kirkjan hefir viljað vera láta.“ (Ágúst H. Bjarnason 1924, bls. 78) Minnisvarði Magnúsar er nú horfinn og gröfin finnst ekki. Fyrir tilviljun eða yfirnáttúrlega tilvísun fannst afsteypa af brjóstmyndinni á fornsölu í Kaupmannahöfn og er hún nú í vörslu ættmenna Magnúsar á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.