Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 123
H u g v e k j a TMM 2017 · 2 123 færri væru þau einnig full af óþörfum orðum og alls kyns fráleitum sundur- greiningum, svo sem fram kemur í íslensku orðunum hali, skott, tagl, rófa, dindill, stél og sporður sem flókið og erfitt er að læra að beita rétt, þar sem enskan segir stutt og laggott „tail“, sem segir allt sem segja þarf. Þess vegna töldu málfræðingar að enska hlyti um síðir að ryðja sér til rúms um heim allan, verða einasta mál hominis sapi- entis, meðan öll önnur tungumál týnd- ust í ruslafötunni svo og allt sem þeim fylgdi. Farið hefur fé betra. En þótt undarlegt megi teljast er þetta svar ekki rétt. Það sem menn kalla „ensku“ er í raun og veru samsafn af mismunandi mállýskum, svo ólíkum að fyrir kemur að „enskumælandi menn“ skilja ekki hverjir aðra. Stundum velti ég því fyrir mér hvers vegna þeir fræði- menn sem duglegir eru að finna „mýtur“ hér og þar, „mýturnar um þjóðernið“, „mýtuna um frelsisbaráttu Íslendinga“, „mýtuna um þorskastríðin“ og þess háttar, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið til við að skrifa bókina „Mýtan um alþjóðamálið ensku“. En kannske er skýringin auðfundin, ef ein- hver vildi leita að henni. Svo er annað þeygi gott, sérhver þessara mállýskna ber með sér ýmsar upplýsingar um tal- andann, frá hvaða héraði hann kemur, úr hvaða stétt hann er, hvers konar menntun hann hefur, jafnvel hvernig hann er á litinn, og sá útlendingur sem temur sér einhverja mállýsku á það á hættu að verða það sem hún gefur til kynna, og væri það bagalegt ef hag- mennið yrði þannig, málfarslega séð, að enskri efri-millistéttarkellingu í teboði. Nei, það tungumál sem hagmennið talar er að vísu af enskum uppruna en þó af alveg sérstöku tagi, það er sú mál- lýska sem kölluð er „globish“ og heitir á íslensku „glópíska“. Þetta mál er að vísu ekki orðmargt, en það hefur að geyma öll þau orð sem einhver þörf er á; miðað við ýmsar aðrar enskar mállýskur, svo og önnur tungumál heims, eru orðin af sama tagi og „tail“ miðað við hina þunglamalegu íslensku þulu „hali, skott“ o.s.frv. sem enginn ræður við. Málfræð- in er einfaldari en í öðrum enskum mál- lýskum, ef eitthvað er, og framburður- inn skýr og alveg litlaus, hann líkist kannske því sem Ameríkumenn kenna við Mið-Atlanshafið og heimta að enskir leikarar brúki í Hollýwood. Hagmennið þarf því ekki að vera annað en það er, enda slíkt út í hött. Glópíska er því málið sem homo oeconomicus verður að temja sér frá blautu barnsbeini, strax og hann byrjar að tileinka sér verðskynið, hann verður helst að þjálfa sig í því í frímínútunum, líkt og nemendum í lærðum skólum áður fyrr var gert að tala latínu yfir borðum í mötuneytinu. En við þetta hlýtur eitthvað annað undan að láta, því allt nám er að sjálfsögðu val, menn verða að beita sér að því sem nauðsyn- legast er, það þarf að hafa forgang. Og við þjálfunina í glópísku er það að sjálf- sögðu íslenskan sem er á undanhaldi, hagmenninu hættir til að verða eins og klaufdýr í hálku ef það þarf að tjá hugs- anir sínar á því tungumáli, sem hefur reyndar aldrei verið þjálfað í þess konar talsmáta, það var aldrei miðað við hag- menni. Orðin sem eru svo yfirmáta létt í taumi á glópísku vilja þá rekast illa þegar úr þeim á að mynda setningar á keilubúðarhúðlensku. Og hvað gerist þá? Ef homo oeco- nomicus er krafinn sagna á því ástkæra, ylhýra, er það kannske þetta sem hans muður lætur í sér heyra: „Auðvitað fann ég það að menn voru sjúklega uppteknir af gengi – gengi, gengi, gengi. Og ég hef bara sko, eftir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.