Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 136
U m s a g n i r u m b æ k u r 136 TMM 2017 · 2 nægtaborði flóðsins: Allt fer eftir Stein- ar Braga, Þættir af séra Þórarinum og fleirum eftir Þórarinn Eldjárn, sagna- sveigurinn Raddir úr húsi loftskeyta- mannsins eftir Steinunni G. Helgadótt- ur, Takk fyrir að láta mig vita eftir Frið- geir Einarsson og þetta hér: fyrsta smá- sagnasafn Andra Snæs Magnasonar síðan Engar smá sögur komu út árið 1996. Smásagnasöfn toga lesandann í tvær áttir samtímis. Ekki síst lesanda sem hefur gengist inn á að standa skil á lestr- arupplifun sinni á prenti. Annars vegar eru sögurnar hver um sig einhverskonar heild, listaverk á sínum eigin vegum. En svo eru þær líka komnar saman í einni bók. Er ekki rétt að leita að samnefnara? Skoða þræðina á milli þeirra, eða ef allt um þrýtur að spinna þá sjálfur? Smá- sagnasöfn gera missterkar og ósam- hljóða kröfur að þessu leyti. Í þessari bók eru þær báðar nokkuð háværar. Sjö sögur, tvær tengjast skýrum söguþráð- arböndum, samnefnarinn í heildinni blasir við, en engu að síður stendur hver og ein óstudd og býður heim að vera skoðuð út af fyrir sig. Ef Sofðu ást mín væri hljómplata væri hún þemaplata. Ef hún væri þemaplata væri hún Animals frekar en The Wall. II Andri Snær Magnason hefur lengst af verið hugmyndadrifinn höfundur. Eða þannig koma verk hans mér fyrir sjónir. Þau bera flest þess merki að sækja elds- neyti sitt í spurningar á borð við „hvað ef?“, eða „hvernig væri ef?“ Þannig sögur birtast alveg hráar í fyrra smá- sagnasafninu, Engar smá sögur, frá 1996, en henni lýkur á fjögurra þátta seríu sem hver um sig skoðar hvernig hversdagslífið væri ef tilteknum nátt- úrulögmálum væri kippt úr sambandi. Söguþráður og persónur eru fyrst og fremst til staðar til að varpa ljósi á þess- ar afleiðingar. Þessi hugmyndabotn er líka í ljóðum Andra Snæs, gefur þeim hnyttni, gerir þau eftirminnileg. Ég þekki veislustjóra sem notar ljóðabækur hans eins og koll- egar hennar nota eftirhermur og neðan- beltisbrandara. Það er eiginlega merkilegt að smásög- ur skuli ekki vera meginvettvangur rit- höfundarins í Andra Snæ Magnasyni. Þær eru kjöraðstæður fyrir hugmyndir. Það er hægt að setja þær fram, máta þær við mannlífið og leiða afleiðingar þeirra til lykta á nokkrum síðum. Sem er gott, því helmingunartími jafnvel bestu hug- mynda er ekki langur. Það er ekki til- viljun hvað smásagan er fyrirferðarmik- il í höfundaverki manna á borð við Jorge Luis Borges, Chine Miéville og Neil Gaiman. Það er líka merkilegt að nú, þegar hann stígur sín stærstu skref frá því að treysta á Hvað ef …? og Hvernig væri ef …? velur Andri Snær að skrifa smá- sögur. Sögurnar sjö í Sofðu ást mín eru af allt öðrum toga en flugeldasýningin í Engum smá sögum, eða ef því er að skipta í Love Star, Tímakistunni og Sög- unni af bláa hnettinum. Núna er það raunveruleikinn sem setur mál á dagskrá. Það sem er hefur ýtt Hvað ef …? til hliðar, í bili að minnsta kosti. Sögurnar hverfast um minningar, tíðaranda og ástand bæði hugar og samfélags frá sjónarhóli snemmmiðaldra Árbæings. Hvernig var að fullorðnast, hvaða þýðingu höfðu ákvarðanir um val á leið í gegnum lífið. Hvað er framundan. Í titilsögunni leggur aðalpersónan djúpa merkingu í hring sem markast af Keili (120°) Móskarðshnjúkum (240°) og Snæfellsjökli (360°). Þessi hugmynd rekst síðan harkalega á veruleikann:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.