Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Síða 137
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2017 · 2 137 Jökullinn var ástin í fullkomnum hring. … En um daginn fann ég gamalt landakort og datt í hug að teikna hring á það og sjá hvort þetta hefði verið rétt reiknað hjá okkur. Hið ótrúlega var að Móskarðshnjúkar og Keilir voru nákvæmlega á hring með radíus í Gróttu en svo kom að Snæfellsjökli. Hann var lengst utan hringsins, einhvers staðar úti í rassgati og þar sem hann hefði átt að vera var: Ekkert (45) Hin skáldlega hugmynd víkur fyrir mælitækjunum. Hvað stendur eftir? Er „ekkert“ rétta lýsingin á því? Og hefur Andri Snær Magnason eitthvað áhuga- vert um það að segja? Titilsagan á sér systursögu í Ham- ingjusögunni. Báðar lúta að ástinni á tímum hjónabandsins, ástinni á ævi- skeiðinu þegar sjálfvirknin tekur við. Í þeirri fyrrnefndu leggur sögumaður á sig nokkuð erfiði til að leita að tjáningu yfir þann heim sem þau hjónin „eiga ein og enginn fær að sjá“, eins og Gautar á Siglufirði sungu um með hjálp kórs og kvartetts um árið. Falleg saga. Ham- ingjusagan er hins vegar mögulega veigaminnsta sagan í bókinni. Þar hafa önnur hjón fundið snjalla en þekkta lausn til að varðveita neistann og frá- sagnarhátturinn, spennugjafinn í sög- unni er jafnframt vel kunnur, svo hinn óvænti endahnútur gleður ekkert sér- staklega, og kemur satt best að segja ekkert svo mikið á óvart. Sömu brellu – að dylja mikilvægt atriði fram að sögulokum – er líka að finna í Randaflugu, upphafssögu bókar- innar og mögulega þeirri sterkustu. Þar skiptir hún litlu sem engu máli. Sniðugt krydd en ekki merkingarkjarni. III Eitt af því sem hugmyndadrifinn skáld- skapur; fantasíur, dystópíur og fram- tíðar sögur gera næstum sjálfkrafa er að skapa andrúmsloft. Það eru hugmynd- arnar sjálfar, heimssmíðin, sem býr til stemninguna. Eitt af því sem er forvitni- legt að sjá í sögunum hér er hve Andri Snær nær traustum tökum á þessari list án hjálpardekkja hugmyndanna. Randa- fluga er sterkasta dæmið. Nú þykir ekki fínt að grafast um of fyrir í staðreyndum í lífi skáldanna eftir skýringum á því sem þau skrifa. Óhjá- kvæmilegt samt. Það þarf heldur ekkert að grafa djúpt til að finna að sögurnar í Sofðu ást mín eru atlögur að því að miðla á skáldskaparformi hvernig er að vera Andri Snær Magnason. Hvernig er að vera úr fjölskyldu eins og hans, hvað það þýðir að alast upp á tímum eins og þeim sem ólu hann af sér og mótuðu. Hvers konar fólk hefur orðið á vegi hans. Þetta er samnefnarinn. Hvað af söguefnum og persónum spegla hvaða atburði og fólk skiptir minna máli fyrir okkur, þó það hafi mögulega allt að segja fyrir höfundinn. Þetta eru hugsanir sem vakna strax í Randaflugu. Við vitum að foreldrar Andra voru tíðir gestir á hálendinu, mér finnst endilega að ég hafi heyrt hann tala um Laplander. Og hér erum við stödd í slíkri ferð, með barnungan sögu- mann sem segir á hlutlægan hátt frá hvernig þau verða viðskila við hópinn, Volvo-inn ekki fær í sömu torfærur og tryllitæki ferðafélaganna. Viðskila og villt. Bensínið á þrotum, taugaspennan eykst við hefðbundnar deilur um leiðir og kort. Fyrir utan svartir sandar, skrið- jöklar og vegaslóðar sem liggja í núll. Allt blandast þetta tíðaranda kjarnorku- ógnar svo úr verður einstaklega mögnuð mynd, byggð upp af hófstilltri og hlut- lægri nákvæmni. IV Önnur þungaviktarsaga safnsins er Lególand. Önnur bílferðarsaga þó hér sé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.