Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 142
U m s a g n i r u m b æ k u r 142 TMM 2017 · 2 svo sem endasleppu símtali hans við Geirmund sjálfan, og gengur hún eins og rauður þráður gegnum alla bókina, kannske mætti segja að hún myndi sér- stakt „lag“ í verkinu (sjá um það hér á eftir). En hún er athyglisverð í sjálfu sér, burtséð frá öðru. En hvaða aðferðum getur Bergsveinn beitt til að ráða þessar áleitnu gátur? Ef skyggnst er inn í þá vistarveru sem hann hefur valið sér, mæta augunum fyrst kort með áfestum teiknibólum hingað og þangað, og koma þar einna skýrast fram þær hliðstæður sem eru milli aðferða Bergsveins og hugmynda hinna frönsku sagnfræðinga og sögu- spekinga. Fræðimenn „Annálahreyfing- arinnar“ lögðu nefnilega höfuðáherslu á landafræði sem ein mikilvægustu hjálp- arvísindi sagnfræðinnar, ekki af því að allir atburðir sögunnar „gerast einhvers staðar“, eins og menn hafa alltaf gert sér grein fyrir, heldur af því að í augum þeirra gat hún leitt í ljós sitt af hverju sem annars var hulið. Eitt af því sem þeir vildu rannsaka sérstaklega voru leiðir og leiðakerfi fyrri tíma, þessi atriði gáfu þeim mikilvægar upplýsingar um atvinnulíf og jafnvel sitthvað fleira, svo sem útbreiðslu kviksagna og orð- róms. Þessi rannsókn leiða og leiðakerfis er upphafið að fræðimennsku Bergsveins í verkinu og að vissu leyti burðarásinn, því svo virðist sem hún fleyti honum lengst áfram. Þetta tekur hann skýrt fram sjálfur strax í upphafi verksins: Einhvern tíma upp úr 1990 (…) afritaði ég stórt kort af Vestfjörðum og hengdi það á korktöflu. Mér til gamans fór ég að merkja staði á kortinu með teiknibólum þegar ég komst að því að þar hefði búið fólk sem samkvæmt heimildum tilheyrði liði Geirmundar. Brátt fór áhugavert mynstur að koma í ljós, mynstur sem ég tók að efast um að sagnaritarar miðalda hafi nokkru sinni komið auga á: Staðsetning þeirra jarða sem tilheyrðu Geirmundi þjónaði greinilega hagnýtum tilgangi. Býlin stóðu við ýmsar götur og gamla fjallvegi frá Hornströndum, en alla vegi bar að sama stað; höfuðbóli Geirmundar við Breiðafjörð! Það rann upp fyrir mér að líklega hefðu vegirnir verið nýttir til vöruflutninga og þar sem vegirnir voru margir og nýttir af fjölda manns, benti það til þess að um dýrmætan varning eða afurðir hefði verið að ræða.“ (bls. 22–23). Þetta er þó ekki allt og sumt, því þegar hann lítur aftur til þessarar vinnu sinn- ar með „teiknibólur og þolinmæði“ bætir hann við: Síðar ferðaðist ég um nokkrar af þessum heiðargötum til að sjá sjálfur hvort það væri rétt til getið að þetta væru vegir sem hentuðu fyrir umferð klyfjaðra hesta.“ (bls. 280). Landafræðin kemur höfundi að enn frekari notum því hann gerir saman- burðarrannsókn á örnefnum í Roga- landi í Suðvestur-Noregi og í landnáms- kjarna Geirmundar til að fá nákvæmari upplýsingar um uppruna hans, og geng- ur þá útfrá þeirri staðreynd að útflytj- endur fara ekki aðeins með muni sína með sér heldur hafa þeir líka oft á tíðum örnefni með í farteskinu (sbr. bls. 41). Og því má einnig bæta við að vettvangs- rannsóknirnar gengu lengra en það eitt að þræða heiðargötur, höfundur spreytti sig líka við lýsisbræðslu, og væri hætt við að ýmsir sagnfræðingar myndu ekki spjara sig vel ef ætti að prófa þá í slíkum verknaði. Á þennan hátt má fá mikið magn af upplýsingum sem ekki lágu áður ljósar fyrir, en með þeim er þó ekki enn fengið svar við hinum ýmsu tilvistarspurning- um höfundar, eftir er að gera úr þeim samfellda sögu. Til þess kann hann eina
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.