Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 146

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Side 146
U m s a g n i r u m b æ k u r 146 TMM 2017 · 2 2014 hjá forlaginu Sögu, séu stef og til- brigði við stef áberandi stílbragð. Það er músík og póesía í texta raunvísinda- mannsins Valgarðs. Kannski er þetta ein merkasta íslenska bókin frá árinu 2014, m.a. einmitt vegna þess að vísindamað- urinn og skáldið mætast í einu og sama verkinu. Og áður en lengra er haldið slæ ég fram fullyrðingu: Þetta er síðasta sjálfs- ævisagan á Íslandi sem lýsir því hvernig var að alast upp í fornöld. En við það má svo bæta að höfundurinn var kominn á jarðýtu 14 ára: tækniöldin hafði ruðst inn í hina köldu paradís norðursins, Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi. Við skulum dansa Sjálfsævisaga er þetta vissulega, sbr. kaflaheiti eins og Veröld æsku, Táning- ur í veraldarkönnun og Fullvaxta. En ef litið er á bókartitilinn, þá á hann ekkert skylt við sjálfsævisögu. Ævisagan er nokkurs konar bindiefni þessa verks sem spannar mun stærra svið og minnir okkur á að við erum, þrátt fyrir allt, ekki ýkja langt frá steinaldarmanninum í þroska; það er til dæmis grunnt á grimmdina í okkur (bls. 22). Í verkinu glymur reyndar þessi bjalla andvara- leysis og veisluglaums: „Við skulum dansa fram í dauðann,“ svo vitnað sé í eitt ljóða Jóhannesar úr Kötlum. Valli litli vex upp á norðurhjaranum, fer síðan að heiman til náms og starfa og haslar sér völl í f lóknum fræðum raunvísinda í Reykjavík þar sem hann krufði á einu ári á annað hundrað líka og kynnti sér sögu viðkomandi; þar var nú allt lygilegra en í nokkurri skáld- sögu. Hann hélt svo til London og síðan aftur til Reykjavíkur. Hann var reyndar á Eskifirði að loknu læknaprófi þar sem dyrasími læknisíbúðarinnar bilaði; en þá læstust einnig dyrnar að íbúðinni sem var á efri hæð svo hvorki mátti komast þar út né inn. Þá kom sér vel að vera íþróttamaður; læknirinn mátti taka stökk án atrennu og grípa í brún svala- pallsins, hefja sig síðan upp í rimla- grindina til þess að geta krækt fæti í pallbrúnina og sveiflað sér upp á pall- inn. Í lok verksins hverfur höfundurinn að nokkru leyti aftur á vit paradísar æsk- unnar svo hann geti fundið næði til að hugsa – finna samhengið í lífinu og ver- öldinni. Leiksvið normallífsins Fyrsti kaflinn segir frá því fólki sem mótaði unga manninn og þá er gjarnan litið til horfinna kynslóða. Það fólk, þó horfið væri, lifði í frásögnum þeirra sem Valgarður þekkti og umgekkst og var með orðum hans á leiksviði normallífs- ins alla ævi, í lífríku alvöruverki (bls. 123). Lýsingarorðið lífrík notar hann víðar, ekki síst um konur. – Börnin hlustuðu sperrtum eyrum á frásagnir af gengnum ættmennum og skildu nú ekki allt: hvernig gat það t.d. verið að hann Vilhjálmur biskupsbróðir gæti átt tvo feður en aðeins einn afa? Jú, séra Hall- dór, sem varð tengdafaðir Sigríðar í Laufási, var víst hinn sanni faðir drengsins hennar (þetta vissu allir). Valgarður gerir mikið úr mótunar- og uppeldisþætti þessa fólks og ekki ein- ungis fólksins heldur náttúrunnar sjálfrar sem oft var grimm og hrifsaði marga brott, bæði á sjó og landi, sbr. snjóflóðin og skipsskaðana, til dæmis þegar verið var við hákarlaveiðar sem Valgarður kynntist af afspurn og lifði sig inn í. Einhverjir þoldu ekki þunga heimsins og létu sig hverfa eins og geng- ur. En svo var náttúran gleðigjafi og nærði bæði anda og líkama, ekki síst í sunnanþeynum á vorin og „laufvindun- um“ á haustin. (Þess má geta að Val- garður hefur skrifað bókina Waiting for
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.