Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 148

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2017, Page 148
U m s a g n i r u m b æ k u r 148 TMM 2017 · 2 sem hann vissi strax að væri einstæð meðal jurta hér á landi (skeggburkni) enda fékk hann það staðfest hjá náttúru- fræðikennaranum í Menntaskólanum á Akureyri, Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum, sem sagði að þessi jurt hefði lifað ísöldina af. Þetta bjargaði einkunn- inni á stúdentsprófinu því að Valgarður mætti illa í tíma; hann þoldi ekki bása skólastofunnar. Lítið um hrós Það var tími til að hugsa í Höfðahverfi þó mikið væri unnið og lítið borið úr býtum, sbr. það að ein jólin voru engar jólagjafir gefnar barnahópnum – án skýringa; það var ekki alltaf verið að tala um hlutina. Þagnir föðurins eru áhrifamikið stef í þessari bók. Það skapast spenna. Sonurinn virðist gera uppreisn þegar þegja á framtíðar- drauminn, sjálfa skólagönguna, í hel. Það var þagað um þennan brennandi draum í tvö ár. – Oft hefur myndast spenna milli feðga, sbr. Skallagrím og Egil. (Þess má geta innan sviga að langafi Valgarðs var sagður líkastur Agli Skallagrímssyni þálifandi Íslendinga.) Egill í Hléskógum kallaði son sinn von- arpening í síma við skólastjóra nokkurn, en það orðalag er haft um þann sem brugðið getur til beggja vona um. Þetta var engin paradís – en samt gott líf og heilbrigt. Það var mikið sungið; móðirin hafði englarödd, og mikið var lesið og rætt og þjarkað um fornsögurn- ar. Talað um Finnboga ramma sem heimamann þó í tíma munaði svo sem 1000 árum. Örnefni eins og Hrapaðar- gjá og Útburðarskál settu hroll að ungum manni. Hvað merkir annars Grenivík? Grenjandi ym í sjó eða vatns- falli? Og það var teiknað: Valgarður hugsar veröldina í myndum, alveg eins og hann segir dýrin gera. Og litli snáðinn þurfti snemma að hugsa eins og fullorðinn maður, gjarnan berfættur á sumrin, moldugur og afar feiminn. Honum var aldrei hrósað. Ein- hver gestkomandi talaði um að hann hefði fallegt hár; hann lifði lengi á því. Annar sagði – það var sjálfur fræðslu- stjórinn á yfirreið – að þessi piltur yrði að fá að læra. Hann kemur óskaddaður út úr þessu og svo hraustur og vel að íþróttum búinn að hann verður Íslandsmeistari í sundi örfáum misserum eftir að hann gat farið að synda í eiginlegri laug. Fað- irinn minntist ekki einu orði á þetta afrek. Samræmingin hamlar sköpun Valgarður segir frá því hvernig það var fyrir leitandi og óráðinn pjakk að fóta sig í þrúgandi skólaumhverfi. Hann gagnrýnir samræminguna; hún hamlar sköpun og skáldlegri iðju. Það glittir þarna sem víðar í gamla Stephan G. sem sagði um barnaskólann: „Hér er máttur og megin/ úr menningu dregin.“ Ungi maðurinn átti erfitt með að beygja sig undir agann og hann óskar þess að ungt fólk nú fái öðruvísi skólun en hann fékk; teikningar hans voru t.d. að engu metnar til einkunnar á fullnað- arprófi, líkt og þær væru ekki til. Sumt hefur breyst til batnaðar vonandi; annað ekki, sbr. þessa miklu setu á bekk; við sjáum líka árangurinn: ólæsi. Og spurning hvort náttúrufræðin sé enn kennd án þess að horft sé út um glugga þar sem jarðlög Vaðlaheiðar blasa við; eða ekki farið í grasagarðinn sem þó er rétt sunnan skólalóðar. Valgarður reyndi sjálfur nýjar kennsluaðferðir við Hákóla Íslands þar sem honum var síðan hafnað sem föst- um kennara – dulin vísbending um að aðferðir hans hafi ekki fallið ráðamönn- um í geð. Hann virðist ekki hafa kunnað að koma sér fyrir í neinu hræðslubanda-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.