Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 4
4 TMM 2016 · 4 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir Gosvirkni í íslenskri kvennabaráttu Femínismi sem pólitísk hugmyndafræði á sér aldalanga sögu og kvenna- baráttu í formi baráttuhreyfinga má rekja aftur um að minnsta kosti 150 ár.1 Í þessari sögu hefur hugtakið „bylgjur“ gjarnan verið notað um ris og hnig baráttunnar og er þá talað um fyrstu bylgju, aðra bylgju o.sfrv.2 Hér er lagt til að hugtökin „gosvirkni“, „skjálftar“ og „gos“ séu hentugri samlíkingarhugtök því þau lýsa betur þeim óróa sem á sér stað áður en baráttuhreyfing verður til og þeim sprengikrafti sem einkennir störf og áhrif slíkra hreyfinga. Einn- ig, eins og ég hef áður ritað um, nýtist persónuhugtakið í mannfræði einkar vel til að skýra hvers vegna konur leggja út í kvennabaráttu og sameinast um ákveðin málefni er varða réttindi, tækifæri og stöðu kvenna.3 Í þessari grein er fyrst fjallað um gosvirkni og persónuhugtakið og síðan er saga íslenskrar kvennabaráttu fram til dagsins í dag rakin með tilvísun til þessara hugtaka. Stiklað er á stóru því þessi saga er bókarefni. Að lokum verður sjónum beint að því hvort greina megi gosóróa eða jafnvel gos í kvennabaráttu samtímans. Gosvirkni Jarðskorpan er á sífelldri hreyfingu og nú er sú kenning viðtekin að jarð- skorpan skiptist í fleka sem rekur um yfirborð jarðar. Þessir flekar rekast á, nuddast saman, ýtast hvor frá öðrum eða annar þrýstist undir hinn. Á fleka- samskeytum byggist upp spenna sem losnar við jarðskjálfta, en einnig geta skjálftar orðið á miðjum flekum vegna staðbundins þrýstings. Jarðskjálftar eru vísbending um gosóróa en hann kemur fram á skjálftamælum sem nær samfelldur lágtíðnititringur. Gosórói getur verið undanfari eldgoss en þá brýst kvika upp á yfirborð jarðar í formi hrauns, ösku og lofttegunda. Það er kallað gosvirkni. Undir eldstöð myndast kvikuhólf en kvikan getur brotið sér leið úr megineldstöðinni og komið upp annars staðar. Ef endurtekið gýs í sömu eldstöð hlaðast upp eldfjöll og þau eigum við mörg á Íslandi. Eldgos tekur enda þegar kvikuhólfið er tæmt eða þegar kvikan leitar annað.4 Kenning mín er sú að kvennabarátta falli að þessum lögmálum gosvirkni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.