Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 7
G o s v i r k n i í í s l e n s k r i k v e n n a b a r á t t u TMM 2016 · 4 7 baráttu sinni en þá fá allar konur fertugar og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og sveitarstjórna. Þær bjóða fram kvennalista við Alþingis- kosningarnar 1922, fá 22,4% atkvæða og fyrstu konuna, Ingibjörgu H. Bjarnason, kjörna á þing. Með þessum sigrum tekst konum að endurskapa sig sem félagslegar persónur. Þær eru nú fullgildir gerendur á hinu pólitíska sviði samfélagsins og hafa formlega rödd í almannarýminu. Ekki hefur þeim samt tekist að breyta grunngildum samfélagsins um stöðu og hlutverk kvenna enda hafa þær öðrum þræði barist fyrir réttindum sínum í nafni þeirra, í nafni sérstöðu sinnar sem mæðra og umönnunaraðila. Misgengið er því enn undirliggjandi. Árið 1926 bjóða konur aftur fram kvennalista við Alþingiskosningar en hafa nú ekki erindi sem erfiði og fá ekki konu kjörna. Þá lýkur þessu fyrsta gosi íslenskrar kvennabaráttu enda markmiðum þess náð þar sem konur höfðu fengið þau réttindi sem þær börðust fyrir. Hinar endursköpuðu félagslegu persónur kvenna eru nú komnar út á sam- félagsvöllinn og næstu áratugi einhenda þær sér í ýmiss konar félagsstörf. Þær starfa innan stjórnmálaflokka og bjóða sig fram á þeirra vegum, stofna Kvenfélagasamband Íslands, starfa í verkalýðsfélögum og kirkjufélögum og sinna margvíslegum velferðarmálum svo eitthvað sé nefnt. Kvenréttinda- félagið starfar enn að málefnum kvenna en er nú aðeins eitt af félögunum á vettvangnum. Húsmæðrahyggja fer á flug, ekki síst fyrir atbeina Jónasar frá Hriflu, og húsmæðraskólar eru stofnaðir víða um land.7 Heimssögulegir atburðir hafa áhrif þessi ár; kreppan um 1930, heimsstyrjöldin síðari og svo barnasprengjan sem átti sér stað að henni lokinni. Það er kyrrt í eldstöðinni fram yfir 1960. Annað gos Á sjöunda áratugnum tekur íslenskt samfélag stórstígum breytingum. Það eru þenslutímar og konur streyma út á vinnumarkaðinn sem þurfti á vinnuafli þeirra að halda. Margar hafa einnig sótt sér menntun og vilja nota hana. Á vinnumarkaðnum hafa konur mun lægri laun en karlar. Ætlast er til að þær sjái áfram um börn og bú því kynbundin verkaskipting hefur lítið breyst, ekki frekar en gömlu hugmyndirnar um stöðu og hlutverk kvenna. Útivinnandi konur búa því við tvöfalt vinnuálag auk úrræðaleysis því ekki er komið til móts við þær með byggingu dagvistarheimila né viðunandi fæðingarorlofi. Í nágrannalöndunum þar sem konur búa við svipað hlut- skipti er efnt til mótmæla og baráttuhreyfingar stofnaðar. Það fór ekki framhjá íslenskum konum og ljóst er að enn þurfa konur að endurskapa sig sem félagslegar persónur. Þær vilja sömu réttindi og karlar á vinnumarkaði, að viðurkennt sé að þær séu fyrirvinnur eins og þeir og einnig að börn og heimili séu ekki þeirra einkamál. Það er órói, kvikan rennur hratt í kviku- hólfið. Þann 1. maí 1970 gýs. Þann dag tók hópur kvenna sig saman og mars-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.