Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 8
S i g r í ð u r D ú n a K r i s t m u n d s d ó t t i r 8 TMM 2016 · 4 eraði í göngu verkalýðsins niður Laugaveg með stórt kvenlíkneski sem bar áletrunina „Manneskja – ekki markaðsvara“. Gos er hafið. Verka ýðs- hreyfingin var ekki hrifin af þessu tiltæki kvennanna. Í kjölfarið er Rauð- sokkahreyfingin stofnuð og berst fyrir að konur séu metnar á sömu for- sendum og karlar, ekki á sérforsendum sem konur. Af baráttumálum má nefna sömu laun fyrir sömu vinnu, byggingu dagvistarheimila fyrir börn, jafna vinnuskiptingu á heimilum, rýmkun fóstureyðingarlaga og auðveldara aðgengi að getnaðarvörnum. Hreyfingin vinnur ötullega og nær fram þessum baráttumálum nema jafnri vinnuskiptingu á heimilum sem ekki er hægt að færa í lög. Þetta gos nær hápunkti sínum á degi Sameinuðu þjóðanna 24. okt. 1975 þegar kvennahreyfingar í landinu sameinast um að skora á konur að leggja niður vinnu þennan dag til að sýna fram á mikilvægi vinnu kvenna. Konur safnast saman á fundum víða um land, sýna samstöðu og krefjast aðgerða. Aðgerðin er afar vel heppnuð og vekur alþjóðlega athygli. Eftir þetta hjaðnar kvikan í kvikuhólfinu. Aðgerðin útheimti mikla vinnu sem bættist ofan á tvöfalt vinnuálag þeirra kvenna sem að henni stóðu og konur eru þreyttar. Innan Rauðsokkahreyfingarinnar verða nokkrar deilur um pólitíska stefnu og hún einangrast. Það má því segja að þessu gosi ljúki með flugeldasýningu kvennafrídagsins sem tæmir kvikuhólfið – en aðeins í bili því fljótlega tekur kvika að safnast þar fyrir á nýjan leik. Þriðja gos8 Þótt mikið hafi áunnist í málefnum kvenna á áttunda áratugnum er enn spenna á kynjasamskeytum þjóðfélagsins og kynjaflekarnir nuddast saman. Konur hafa varla rödd í opinberri ákvarðanatöku og eru fáar á Alþingi og í sveitarstjórnum. Þær búa við sama misgengið og áður því þótt konur hefðu orðið flest formleg réttindi að lögum voru þær enn í vitund manna skil- greindar sem mæður og húsmæður; heimilisstörfin og barnauppeldið eru á þeirra herðum og kynbundinn launamunur er viðvarandi. Þetta er ekki það sem konur höfðu barist fyrir. Hvernig eiga þær að útvega sér rödd sem hlustað er á? Hvernig eiga þær að „komast til valda“, verða „valdið“? Þessa vídd vantar í félagslega persónu kvenna og brátt tekur að skjálfa. Myndarlegur skjálfti, jafnvel sjálfstætt gos í eldstöðinni, verður árið 1980 þegar Vigdís Finnbogadóttir býður sig fram til forseta lýðveldisins og nær kjöri. Vigdís varð fyrst kvenna frá því á tímum kvennaframboðanna eldri til að nýta sér þann rétt, sem allar konur höfðu að lögum, að bjóða sig fram til kjörs á eigin forsendum. Það vekur konur til umhugsunar um að þetta geti þær líka gert, með samtakamætti sínum geti þær sett fram kvennaframboð við sveitarstjórna- og Alþingiskosningar og náð inn á svið valdsins með sína kvennapólitísku rödd. Kvikan streymir í kvikuhólfið og í nóvember 1981 skelfur þegar óformlegur hópur kvenna boðar til opins fundar á Hótel Borg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.