Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 11
G o s v i r k n i í í s l e n s k r i k v e n n a b a r á t t u TMM 2016 · 4 11 kvenna og gera konum kleift að taka líkama sinn til sín aftur. Hin félagslega persóna býr í líkama sem verður ekki aðskilinn frá henni eins og einhvers konar hlutur. Í kjölfarið brýst út „beauty tips“ byltingin sem felst í því að konur á öllum aldri greina á samnefndri vefsíðu frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir og vekja þannig athygli á umfangi þess og skelfingu. Þessar aðgerðir vekja mikla athygli og umræðu í samfélaginu. Stefnir í fjórða gosið eða er það hafið? Ævinlega er erfitt að greina með vissu nýliðna atburði svo hér verður engu slegið föstu um hvort við séum stödd í miðju gosi eða hvort það sé yfir- vofandi. Víst er að það skelfur og rymur í eldstöðinni. Nýliðnir atburðir vísa til viðhorfs til og misnotkunar á líkama kvenna, en undir því yfirborði má greina óþol gagnvart virðingarleysi í garð kvenna og því sem þær hafa fram að færa sem félagslegar persónur. Þessar aðgerðir snúast um viðvarandi ójöfnuð kynjanna og skeytingarleysi í þeim efnum, eða um sígild viðfangs- efni kvennahreyfinga/femínískra hreyfinga. Með tilkomu Netsins hefur birtingarmynd baráttuhreyfinga breyst, þær eru ekki stofnaðar á sama hátt og áður með stefnuskrá og tilheyrandi, né eru þær sýnilegar á sama hátt. Netið býr stöðugt til nýja farvegi fyrir persónusköpun og andóf. Spurningin er hvort það skiptir máli? Ýmislegt bendir til að líta megi á „frelsum geirvörtuna“ sem hreyfingu sambærilega við eldri hreyfingar. Á eins árs afmæli þessarar aðgerðar vorið 2016, þegar ýmsir viðburðir voru skipulagðir í tilefni afmælisins, segir ein talskona hennar: „Við þurfum að viðhalda umræðunni en hugmyndin var alltaf að gera þetta að árlegum viðburði … Það er búið að vera magnað að sjá hugarfarsbreytinguna á þessu eina ári en við erum hvergi nærri hættar … Það er svo margt sem þarf að berjast fyrir eins og til dæmis drusluskömm á stelpur … launamisrétti og margt annað. Brjóstin eru lang sýnilegasta dæmið þrátt fyrir að það sé aðeins agnarsmár partur“.11 Hér er á ferðinni sígilt viðfangsefni kvennahreyfinga, meiningin er að berjast gegn kynjamisrétti almennt og fyrir hugarfarsbreytingu. Aðferðin, að bera geirvörtuna, er nýstárleg og táknræn. Druslugangan er farin á hverju ári og segja má að líkami kvenna sé nú, í kjölfar klámvæðingarinnar, lykiltákn í baráttunni gegn kynjamisrétti. „Frelsum geirvörtuna“ kemur í ljós utan Net- heima árlega og það á að halda áfram að berjast. Það má því skilgreina þessar aðgerðir kvenna sem hreyfingu á borð við fyrri hreyfingar. Hér er á ferðinni gosefni sem er sambærilegt við fyrri gos og enn leitast konur við að endur- skapa sig sem félagslegar persónur í andófi við ríkjandi persónumynd sína. Á kvennafrídaginn 24. október 2016 söfnuðust þúsundir kvenna saman um land allt og kröfðust launajafnréttis strax. Á Austurvelli, þar sem safnast var saman í Reykjavík, voru yngri konur margar og athygli vakti beinskeytt og snörp ræða ungrar stúlku sem enn er í menntaskóla. Hvorki hún né
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.