Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 14
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 14 TMM 2016 · 4 tungumál. Blátt blóð kom út samtímis á íslensku og ensku vorið 2015. Í haust gefur bókaforlag í Brooklyn út Jarðnæði. *** Mig langar til að byrja á að þakka þér fyrir að koma í viðtal við mig fyrir Tímarit Máls og menningar. Oddný Eir, viltu segja mér hvar þú ert fædd og hvenær, hvað heitir mamma þín, hvað heitir pabbi þinn, áttu systkini, hvað heita þau og hvar í röðinni ertu fædd? Takk sömuleiðis fyrir að bjóða mér í viðtal. Ég er fædd í Reykjavík í árslok 1972, eldra barn foreldra minna sem heita Guðrún Kristjánsdóttir og Ævar Kjartansson. Bróðir minn heitir Uggi. Viltu segja mér frá bernskustöðvum þínum? Bernskustöðvum… þetta er skrýtið orð, Kristín, ég hef nú aldrei velt því fyrir mér en þegar þú spyrð þá eru þær þrjár. Þá er fyrst að telja Skólavörðu- holtið. Þaðan man ég helst eftir villiköttum og fyllibyttum og lyktinni af þeim. Hverfið var ekki orðið að því fína hverfi sem það er nú og hægt að fara óvenjulegar leiðir um leynigarða og stíga, oftast í niðurníðslu, upp á þök og yfir girðingar, framhjá hænsnakofum, skúrum, þvottasnúrum og drasli. Vinkona mín var huguð og hljóp um allt utan alfaraleiðar en ég var rög við að stökkva á milli húsþaka, vildi heldur klöngrast niður og aftur upp. Síðan hefur maður verið þetta að klöngrast í lífinu. En jú, ekki það að maður hafi ekki stundum tekið stökk. Svo fór ég oft norður til Grímsstaða á Hólsfjöllum, þar ólst pabbi upp og þar verður líklega til þörf mín fyrir náttúru. Ég gekk í sveitastörf, tók á móti lömbunum á vorin og hafði alvöruhlutverk í raunveruleikanum, í heimi hinna fullorðnu. Og heimi dýranna. Í þessari sveit búa miklar andstæður. Hún liggur hátt, umlukin fögrum fjallahring sem rís við sjóndeildarhring- inn og drottningarfjallið Herðubreið gnæfir yfir. Við blasa víðáttur, svartir sandar, öræfi og auðn. Þegar nánar er skoðað finnur maður gróður, ég heillaðist af þessum litlu og lífseigu jurtum. Tólf ára keypti ég Flóru Íslands og fór að leita uppi blómin sem ég þekkti úr nágrenninu. Eitt blómið fann ég ekki í bókinni fyrr en löngu síðar. Brjóstagras heitir það. Þriðju bernsku-stöðina – þetta er skrýtið orð, Kristín – á ég svo í Suður Frakklandi en þangað fór mamma í myndlistarnám og við með henni. Nátt- úran í Frakklandi angaði af þungum blómailmi og þráin eftir þessu bernsku- bragði birtist nú í æði fyrir ilmvötnum. Manstu hver var fyrsta minning þín? Nei – er hægt að muna eftir fyrstu minningunni?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.