Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 18
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 18 TMM 2016 · 4 með ömmu að sjá stórmyndina um Ghandi. Ó! – ég gleymi virkum fjöl- skyldumeðlimi, honum Chaplin. Ég held að við höfum séð myndirnar hans í Frakklandi, sumsé á undan Disney. Ég man eftir nokkrum mjög áhrifa- ríkum kvikmyndahátíðum en myndirnar renna saman í minningunni. Ég man tónlistina og litina úr ógleymanlegri rúmenskri mynd og að í henni var dvergur – ekkert man ég annað. Hvaða leitarorð á maður að setja í leitar- vélina? Mér finnst stundum eins og ég sé hálfviti. Ég gúglaði og fann stærstu dvergafjölskyldu sem skrásettar sögur fara af, Ovitz hét hún og Lillaput leikflokkurinn þeirra. Þau komu frá Rúmeníu og eru fjölmennasta fjölskylda sem vitað er til að lifði af fangelsun í Ausch- witz. Efniviður sem ætti ef til vill heima í bók eftir þig. Já, þakka þér fyrir, eigum við kannski að skrifa saman kvikmyndahandrit um þessa famelíu? Það er annars eins og maður þurfi að stilla heilann alveg sérstaklega til að muna eftir öllum kvikmyndunum sem hafa haft áhrif á mann, eins og þær leggist strax niður í undirvitundina. Ég fór mikið í bíó í Búdapest og París, þegar ég var ekki byrjuð að tala málið, þá var svo ótrúlega gott að sitja einn í bíói. Í framhaldi af þessu viðtali, Kristín, þá er ég að hugsa um að skrifa lista af kvikmyndum og bókum sem ég hef séð og lesið og sem hafa haft áhrif á mig. Þessi listagerð gæti tekið nokkur ár. Já úff, en hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó? Bók en annars finnst mér ekki gott að velja svona á milli. Afsakaðu en ég held áfram stífum valspurningum. Hvernig barn varstu: óþekk, stillt, hvort tveggja? Undanfarið hef ég heyrt að ég hafi alltaf verið kát en svo hefur verið að rifjast upp fyrir mér að í mér var mótþrói og ég var kölluð Emma öfugsnúna, líka af því ég sneri fötunum vitlaust – ég held ég verði öfugsnúnari með árunum. Varstu félagsvera, einfari? Ertu félagsvera, einfari? Hvort tveggja. Varstu trúuð? Ertu trúuð? Já, það held ég nú, en ég er ekki mjög góður trúfélagi eða sanntrúuð, ég nýti mér eitt og annað úr hefð trúarbragðanna en trú mín er annars persónu- leg og dulspekileg og gengur líklega þvert á trúarbrögðin. Ég er síðan alltaf að æfa mig í bæninni. Hvenær byrjaðir þú að skrifa? Eins og ég nefndi byrjaði ég að skrifa dagbækur og hef gert síðan. Svo samdi ég sögur munnlega vegna óþolinmæðinnar – ég var fljótari að tala
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.