Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 24
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 24 TMM 2016 · 4 Svona getur maður orðið bitur en samt ekki öfundsjúkur. Ég get orðið ósátt við kerfi sem metur mig og aðra ekki mikils. En ég ber mig samt ekki saman við aðra höfunda. Þrátt fyrir alla óvissuna sem starfinu fylgir þá er ég samt einhvern veginn viss. Ritstörf eru mér köllun og sama hvað á dynur, hvort stjörnum gagnrýnenda fækkar eða fjölgar, og ég sveiflist þarna á milli á tilbúnum ás, mun ég halda vinnu minni áfram, næstum því sama hvað. Þetta er góð tilfinning. Ég met líka margumrædda óþolinmæði, hún gefur mér orku og kraft og leitaráráttunni byr. Það væri örugglega hægt að gera mannfræðirannsókn á því hvernig valið er á bókamessur. Menn vantreysta æ betur tilviljuninni og næla sér í alræðisvald yfir aðstæðum og hindra viðkomu dularafla. Glæpasögur eru auglýstar, hinar bækurnar – þorum við að kalla þær fagurbókmenntir? – ekki, bækur seldar við hlið frystiborða matvöruverslana. Bækur sem hreyfast lítið í bókahillum bókabúðanna eru sendar – heim – og taki þær of stíft pláss á lagerhillunum verður þeim fargað. Þ.e.a.s. á því tímabili í mannkynssögunni sem þetta viðtal gerist á er þetta ein brotamynd úr bókaiðnaðinum. En hvað finnst þér skemmtilegast að gera og sem maður gerir ekki opinberlega á bókamessum? Skrifa og elska. *** Semurðu á tölvu, í höndunum? Mig grunar að þú skrifir hratt. Já, það er rétt hjá þér, ég skrifa mjög hratt. Ég skrópaði aldrei í vélritunar- tímum í barnaskóla þótt það væri mjög í tísku, sko að skrópa. Svo lærði ég líka á píanó og bý að því þegar ég skrifa á tölvuna. En stundum breyti ég til og handskrifa, oft á langar rúllur til að þurfa ekki einu sinni að snúa blaðinu við eða skipta um blað og get því bara skrifað mjög hratt. Gallinn er bara sá að þá fer ég að skrifa arabísku og það er erfitt að afrita hana. Annars hugsa ég yfirleitt mikið áður en ég byrja að semja, ég varð leið á því að þurfa að endur- skrifa mikið og vil að hugsunin á bakvið textann sé orðin þroskuð þegar ég sest niður til að skrifa. Viltu segja mér frá sköpunarferlinu? Ég hélt nýlega fyrirlestur um þetta efni, sem tók ansi mikið á, og á eftir byrjaði ég að skrifa bók sem mun heita Bréf til ungrar skáldkonu, titillinn vitnar til Bréfs til ungs skálds eftir Rilke. Bókin á að hvetja fólk til að orða hugsanir sínar og tilfinningar í rituðu máli. Hverri manneskju bráðliggur á að skilja við hvað hún glímir, hver sé mesta ráðgáta hennar og vandi. Ég er oft að fjalla um það sem er næstum því perverskt og ekki glæpur, næstum því hræðilegt en samt fallegt. Án þess ég vilji meina að allt sé á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.