Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Blaðsíða 25
Í d a g e r f e n g i t í m i d ý r a n n a o g e n g i n n t í m i f y r i r l j ó ð TMM 2016 · 4 25 gráu svæði og siðlaust heldur liggja fyrirbærin samhliða: við hlið hamingju býr sorg. Bækurnar mínar eru upphitunarverk, tilraunir, leit að aðferð, leit að sannleika, gjörningur úr setningunum – að mörgu leyti ósjálfráður gjörningur þrátt fyrir strangt skipulag. Með því að lesa og skrifa kemst maður á bakvið tilfinningarnar og fær að sjá hvernig allt vefst saman. Í tímanum skynjar maður klofning og mig langar að reyna að skilja þessa skitsófreníu, skilgreina þetta rof milli þess sem við lifum og þess sem við tjáum. Skrif mín eru tilraun til að skilja þetta rof. Úff, já, þetta rof … Í dag er ég ekki næstum því eins stressuð yfir því hvað manni miðar hægt í þessu. En við verðum að halda áfram að skrifa og reyna að skilja, það er ekki spurning. Fyrstu þrjár skáldsögur mínar voru sjálfsævisögur og eftir á lít ég á þær sem tríólógíu; þegar ég skrifaði þær notaði ég svipaðar aðferðir. Þar áttu stóru spurningarnar varðandi heiminn og þær litlu að snertast og textinn átti að flæða yfir bæði sviðin samtímis. En það er næstum óbærilegt að spyrja beint stórra spurninga – einsog t.d. um hryðjuverk – í skáldskap svo ég skrifa undir rós, á hálfgerðu dulmáli um það sem er of stórt til að rúmast í litlum bókum. Í undirbúningnum reyndi ég að finna afmarkað svið sem er smíðað úr ytra sviði og innra sviði og innra sviði innra sviðs. Ég nota tvö eða þrjú verk- ferli, kannski af því ég er alls ekki verklagin. Í Jarðnæði leitaði ég til bróður míns sem er fornleifafræðingur til að læra um tóftir, um hvernig maður les óteljandi sögur í gegnum einn skurð. Undirtitill bókarinnar er tóftateikning. Undirtitill Heim til þíns hjarta er ilm- skýrsla. Bókinni valdi ég verklag eimunar og ilmvatnsgerðar. Brúðuleikhús er svo verklag Opnunar kryppunar og lykill Ástarmeistarans er skák. Ég nota þau element sem ég er hugfangin af á hverju tímabili – ég er orðin dugleg við að taka eftir því sem fangar hugann eitt augnablik. Margt kemur úr draumum og líka frá þeirri staðreynd að ég las yfir mig á sínum tíma, ef svo má segja, í heimspekinni. Ákveðnar hugmyndir fylgja mér þaðan, úr goðsögum, úr dýralífinu og jurtaríkinu og ákveðnar jurtir tengjast hverri bók – það hljómar krúttlegt en þannig er það bara. Og ákveðin grunnform fylgja hverri bók. Ég byggi bækurnar strangt upp og læt stíf og klassísk grunnform takast á við mjög lífræn form, helli síðan innihaldinu ofan í heimasmíðað formið. Þegar ég hef lokið þessu þá er sagan sjálf einhvers konar krossgáta sem verður að passa inn í skilyrðin sem ég set henni. Mér finnst brjálæðislega skemmtilegt að byrja að skrifa bók. Þá er ég búin að teikna allt upp formlega séð, og búin að teikna söguna upp. Áður endurskrifaði ég mikið, klippti, færði og límdi en nú er ég orðin leið á því. Nú hef ég strúktúrinn fullkominn áður en ég byrja að skrifa. Það meikar engan sens að breyta röðuninni eftir á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.