Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 27
Í d a g e r f e n g i t í m i d ý r a n n a o g e n g i n n t í m i f y r i r l j ó ð TMM 2016 · 4 27 hafði skrifað um myndlist. Bókina fannst mér ég skrifa sem mína fyrstu bók afþví það leið svo langur tími á milli og mér fannst ég stíga aftur sama skrefið inn í skáldskapinn og ég hafði stigið með Opnun kryppunnar, en stökkið var líka lengra og runninn upp tími þar sem safnast höfðu saman margar grundvallarspurningar. Heim til míns hjarta eru fimm bækur samþjappaðar í eina bók. Þar nota ég ferli ilmvatnseimunar: hvernig er hægt að breyta viðkvæmum og rok- gjörnum ilmi sem er náttúrulegur, yfir í fast efni. Bókin fjallar um ástina og endurhæfingu, hvernig maður endurhæfir sig þegar maður er búinn á því. Og Jarðnæði (2011). Úr Heim til míns hjarta klippti ég mikið efni og þegar ég var búin að skrifa hana áttaði ég mig á því að ég var ekki einu sinni byrjuð að skrifa bókina sem ég ætlaði að skrifa og þá skrifaði ég Jarðnæði. Þegar ég var búin að skrifa Jarðnæði áttaði ég mig á því að ég var ekki byrjuð að skrifa bókina sem ég ætlaði að skrifa og þá skrifaði ég Ástarmeistarinn sem fjallar um sömu krísu: um það þegar þú ert búin að tapa einhverju, kannski tengingunni við nátt- úruna og við sjálfa þig og hvernig þú getur búið til nýtt form til að lifa í og búa í með öðrum. Jarðnæði var skrifuð í dagbókarformi. Það er vandasamt því þú ert að tala við dagbók og segir aldrei of mikið afþví hún og þú vitið allt. Þú segir ekki: bróðir minn, því þú veist að umræddur er bróðir þinn en lesandinn veit það ekki. Bókin er því eins og aðrar bækur mínar skrifuð undir rós, á einskonar dulmáli. Ég var búin að vera að vinna að náttúruvernd með Björk Guðmunds- dóttur en auk þess að ræða um náttúruna veltum við fyrir okkur ýmsum mikilvægum málum og samræður okkar höfðu mikil áhrif á þessa bók. Og Ástarmeistarinn (2014) sem mér finnst vera ný tegund af eyjabók – hefðbundið form sem gerist ekkert endilega á eyjum en er yfirleitt eftir karlmann og fjallar um karlmann sem kemur á afskekktan stað (eyjabíó- myndir: Saltkrákan, Sumarið með Moniku, Stromboli; eyjabók: Pan eftir Knut Hamsun, Hótelsumar eftir Gyrði Elíasson). Það er skemmtileg skilgreining! Esseyjur og Eyjabækur. Eins og hinar bækurnar er hún skrifuð út frá grundvallarspurningu sem ríður á að svara. Mér fannst mikilvægt að skrifa sjálfsævisögulegar bækur því ég vildi minna á að hvert líf er merkilegt, ég var að gagnrýna hina karllægu sjálfsævisögu sem er svo merkileg. Ég skrifa ekki um mitt líf af því það sé merkilegt. Heldur vegna þess að það er mitt líf. Mér fannst ég ná ákveðnum tökum á sjálfsævisögunni, með því að skrifa Jarðnæði í dagbókarformi, leysti ein- hverja þraut, fann þennan kvenlega dagbókarritara sem er svo mikið að leita sannleikans að spurningin um raunveruleikann skiptir ekki lengur máli. Þú þarft ekki að spyrja hennar þegar þú lest dagbækur skáldkvenna eins og Virginiu Woolf og Anaïs Nin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.