Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 32
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 32 TMM 2016 · 4 lyfjum, sem ég ekki var og vil alls ekki vera. En mér finnst oft sem ég eigi innangengt í ólíka tíma. Mamma segir að listamenn eigi að gefa sér tíma. Ég upplifi það núna – ég reyni það núna – á mínum aldri og ekki síst þegar ég er með barn með mér að ef ég ætla að halda áfram að gefa mér tíma þá hafi ég engan tíma fyrir niðurbrot. Hefur eitthvað eitt tímabil mótað þig meira en önnur? Já, ég held að fyrsta árið mitt í París hafi haft mest áhrif á mig og einhvern veginn vissi ég það á meðan það leið. Það var svo erfitt en ég sagði við sjálfa mig að ég væri að læra svo margt á því. Og þá bjargaði dagbókin mér. Áttu þér manífestó og ef svo hvernig hljómar það? Nei, bara fyrir Apaflösu, einsog ég minntist á áðan, sem við Uggi bróðir sömdum – en þó fer ég eftir nokkrum meginreglum sem rithöfundur. Ég tek ekki þátt í samkeppnum hversu blönk sem ég er – allavega ekki hingað til en aldrei segja aldrei svo sem. Maður má aldrei hugsa um það hvernig það sem maður skrifar muni passa inn í samtímann – það er þvílíkt virðingarleysi að halda að maður geti skilið tímann og núið. Síðan er manífestóið mitt eitthvað á þá leið að skrifa í átt að réttlætinu, fegurðinni og kærleikanum og líka að leyfa sér að leika sér í skrifunum, leika sér með hugmyndir og orð – en ekki að fólki og sálum nema sinni eigin. Leika við en ekki leika að. Er það ekki mikill munur? *** Jú, ómælanlegur. Undanfarin ár hefurðu búið úti á landi og ert nýflutt þaðan. Hvað réð staðsetningunni? Var það meðvituð ákvörðun? Jú, það var með vilja, mig langaði að búa nálægt náttúrunni og dýrum. Ástæðan fyrir staðsetningunni var sú að ég var að vinna á Byggðasafninu á Skógum undir Eyjafjöllum. Safnið var mér heill háskóli; ég sakna safnsins. Og vina minna í sveitinni. Í Ástarmeistaranum stendur: Þar sem er dagatal dýranna. Frá því ég skrifaði þetta hef ég komist að því að dagatal dýranna er rosalega strangt, ég hélt það væri losaralegri bragur á því, meira frelsi. Í dag er fengitími dýranna og þá er kannski enginn tími fyrir ljóð. Ég veit núna að ég get ekki verið bóndi en mér þykir gott að eiga vinkonu sem er bóndakona og heimsækja hana í fjárhúsið og rollurnar sem ég á þar. Ég var á vakt með henni í sauðburðinum og það var auðvitað mjög örvandi fyrir skáldskapinn. En ég er sumsé flutt aftur í bæinn. Ertu kvöldsvæf, næturhrafn? Næturhrafn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.