Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 34
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 34 TMM 2016 · 4 Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju? Ég hef aldrei verið spennt fyrir orðinu hamingja, vegna þess að því hefur verið jaskað svo út. En takk fyrir að spyrja, nú er tími til kominn að svara þessari spurningu. Og ég held að hugmynd mín sé svona: Að fá að njóta nær- veru og gagnkvæmrar uppörvunar þeirra sem maður elskar mest, verandi við góða heilsu, eigandi í sig og á og hafandi tíma og tækifæri til að skrifa og gefa út og gleðjast svo yfir árangri erfiðis síns með nánustu vinum og fjölskyldu. Ég sé fyrir mér að verið sé að skála í heitum skugga og hlæja og borða geitaost. Það er ekki stríð, engin ógnarstjórn. Og nóg af hreinu vatni að drekka fyrir börnin, mennina, konurnar og dýrin. Hvað er það dýrmætasta sem þú átt? Drengurinn minn. En auðvitað á ég hann ekki en hann er mér dýr- mætastur. Nefni ég eitthvað sem ég á þá eru það dagbækurnar mínar. Ég var lengi með þær í bankahólfi en þvælist með þær nú síðustu ár. Best ég fari að koma þeim aftur í hólfið. Það er tómt fyrir utan myndir af hvítri geit með svartri konu og Nietzsche með yfirvaraskeggið sitt. Hver er mesta ást lífs þíns? Drengurinn minn. Og dagbækurnar. Jú og nærfjölskylda mín og bestu vinir. Hvort finnst þér skemmtilegra að elska eða að vera elskuð? Ég er nú svona heldur betri í því að elska en vera elskuð held ég, eins og flestir. En er að reyna að læra að vera í jafnvægi. *** Er öðruvísi að vera rithöfundur af kvenkyni en af karlkyni? Hver heldurðu að sé munurinn á stöðu karl- og kvenhöfunda? Það að taka sér vald höfundarins, að gera skriftir að ævistarfi, eiga karl- menn auðveldara með útaf hefðinni og sögunni – það er bara svo. Ef kona tekur sér þessa stöðu verður hún að setja sig í stellingar og óvíst hvort hún leyfi sér það og fái leyfi til þess. Hvernig finnst þér andrúmsloftið á Íslandi? Skuggalegt. Spilling, siðleysi og skattaskjól. Þetta eru ekki bara smámál, þetta eru aðalmál aldarinnar. Æ, já það eru svolítið margar frekjudollur á ferðinni í íslenskum veruleika. Og ferðamennirnir, maður lifandi, við eigum eftir að gera áætlun til framtíðar – enga stalíníska áætlun en áætlun sem grundvallast á náttúruvernd. Og mannvernd. Barnavernd. Dýravernd. Ljóðavernd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.