Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 41
Í s k ó g i s e m e k k i e r s k ó g u r TMM 2016 · 4 41 Nei sittu við að yrkja saklaus dreingur. (Ný ljóð) Hver er drengurinn sem skáldið ávarpar? Hann sjálfur á yngri árum? Eða ég sem þetta skrifa? En hver er þá „ég“ sem talar í ljóðum Þorsteins frá Hamri? Yfirleitt er það karlmaður og ég hef yfirleitt tengt þann sem talar við Þorstein sjálfan eða einhvern mjög skyldan honum. En það nær auðvitað ekki nokk- urri átt að tala um ljóð Þorsteins frá Hamri eins og þau séu öll eftir sama manninn. Þau eru ort á langri ævi og maðurinn hefur breyst mikið. Þeir eru ekki sami maðurinn, sá Þorsteinn sem ég hitti stundum á götuhorni og sá Þorsteinn sem ég finn í bókunum? Þegar ég les ljóðin hans hljómar samt innra með mér rödd sem er hans og ekta. Hve skært það ljómar, orðið, utanvert. En þó, án blygðar, þegar fundum slotar, læðist ég brott að leita, sama hvert, að staðfestingu þess hvort þú sért til, þú sem ert. (Skessukatlar) Ég er fluttur í annað bæjarfélag og hef að undanförnu verið að raða bókum í nýjar hillur. Bækurnar sem ég tek upp úr kössum eru ekki endilega þær sömu og ég setti niður. Sumar bækur eru þær sömu að utan en opni maður þær les maður annað en mann minnti að stæði í þeim. Aðrar bækur koma ekki upp úr kössunum og maður veit ekki hvað varð um þær og veit jafnvel ekki hvort þær voru til eða einstök ljóð sem maður hélt að væru í þeim. Einn karl og stundum þó í fleirtölu að kljást við heiminn og brjótast um í einhverjum skógi sem ekki er skógur eða ljón á Mýrdalssandi, hilling. Þessi karl er ekki Þorsteinn frá Hamri, heldur ég. Ég brýst um í bókaþykkninu, bókmennta- skóginum. Var það feimni við skáldið sem gerði það að verkum að ég gat aldrei spurt neins? Hræðsla við að segja eitthvað vitlaust? Hræðsla við að ég geri honum upp meiningar? Vilji koma á hann sök og skömm sem hvergi er til nema í mínum haus. Var það tillitssemi við skáldið sjálft sem ég hitti á gangi að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.