Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 45
B l e t t u r i n n TMM 2016 · 4 45 „Gefðu stefnuljós!“ sagði mamman. „Það þýðir ekkert.“ „Þú kemst ekkert yfir nema þú gefir stefnuljós.“ „Það er þvílík traffík, andskotinn hafi það!“ Hann gaf stefnuljós og slæmdi um leið hendinni í lærið á mömmunni. „Djöfull geturðu verið leiðinleg alltaf!“ Honum var strax gefinn séns. „Vertu ekki að yfirfæra þetta á mig.“ „Það ert þú sem yfirfærir á mig.“ „Já, kýldu mig bara.“ „Það er nú ekki eins og ég hafi kýlt þig.“ „Látiði ekki svona,“ sagði yngri strákurinn. Svo var ekkert sagt dágóða stund, strákarnir steinþögðu og foreldrarnir líka. Síðdegisumferðin liðaðist áfram eins og hún virtist alltaf hafa gert, allir stoppuðu á rauðu ljósi og fyrir gangandi vegfarendum, varla að heyrðist bíl- flaut. Brenda, íbúðareigandinn, hafði endilega viljað að þau færu á veitingastaðinn Spirit Lounge sem hún sagði að væri rekinn af hommanum Friedman, afar sérstökum manni sem kæmi alltaf í jóga til sín á morgnana. Hún sagðist sjálf ekkert hafa vitað hvað biði sín þegar hún fór þangað fyrst. Þau óku niður í miðborgina og fundu fljótlega réttu götuna. Þar blasti við þeim staður sem var eins og ankannalegur frumskógur tilsýndar. Þetta var venjulegt múrsteinshús en neðri hæðin, þar sem veitingastaðurinn var, hafði verið máluð rauð og gul og hurðirnar grænar. Inni fyrir blandaðist saman gróður og marglitar skreytingar. Hjörtu voru fyrirferðarmikil sem og alls kyns áletranir á frönsku. Niður yfir gluggana héngu blöðrur og glingur og þarna voru líka sérkennilegar myndir. Þau voru greinilega snemma á ferðinni því fáir gestir voru mættir. Þau gengu um staðinn og virtu fyrir sér herlegheitin, vissu ekki hvort þau væru ofan jarðar eða neðan. Þarna voru suðrænar plöntur, skreytingar úr álpappír sem sumar minntu á Galdrakarlinn í Oz, aðrar á þara, og á veggjum voru ljósmyndir af fáklæddum karlmönnum í hálfklúrum stellingum, og þar kom sami maðurinn fyrir á þeim flestum. Svo birtist ungur þjónn og vísaði þeim til borðs. Þau sátu þarna í smá- stund full eftirvæntingar áður en Friedman sjálfur birtist. Hann reyndist vera maðurinn á myndunum. Brenda hlaut að hafa meldað þau sem íslensku vinina sína því karlinn kunni deili á þeim. Hann tók í höndina á þeim öllum og endurtók nokkrum sinnum með frönskum hreim: „And they look like normal people.“ Foreldrarnir litu á þetta sem fremur klént grín en eftir á að hyggja virtist þeim sem eitthvað byggi undir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.