Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 46
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 46 TMM 2016 · 4 Friedman útskýrði hvernig fyrirkomulagið væri. Það væri enginn mat- seðill heldur væru bara tveir réttir á boðstólum, súpa og aðalréttur. Hann útlistaði síðan hvað væri í réttunum. „Döðlur?“ sagði mamman. „Já, þær eru góðar fyrir heilann,“ sagði Friedman. „Ég er heilalaus,“ sagði pabbinn þá og hló við. „Það er gott,“ sagði Friedman grafalvarlegur. Hann sagði þeim síðan að boðið væri upp á tvær skammtastærðir, fullan skammt og minnkaðan skammt. Honum væri mjög illa við að henda mat og því yrði enginn eftirréttur nema þau lykju við matinn sinn. „Hvað er langt síðan þú borðaðir?“ spurði Friedman eldri strákinn. „Svona tveir tímar.“ „Það er of stutt,“ sagði Friedman. Þau ákváðu þá að fá minni skammtinn handa strákunum, mamman fékk líka minnkaðan skammt en pabbinn fullan skammt. Ungi þjónninn kom að vörmu spori með súpuna, hvíta og alveg þokkalega á bragðið. Í sameiningu tókst þeim að ljúka úr öllum skálunum. Fljótlega kom síðan Friedman sjálfur með aðalréttinn. „Ætlarðu að útlista fyrir mér hvers vegna það er gott að vera heilalaus?“ spurði faðirinn í léttum tón, eins og hann væri að reyna að hrista af sér atvikið sem þau urðu fyrir á leiðinni. Þá kom stuttur fyrirlestur um egóið, að fólk hefði almennt of stórt egó. Til að koma í veg fyrir það væri einmitt gott að vera heilalaus, því oftast tæki fólk ákvarðanir í ljósi fortíðar annars vegar og væntinga til framtíðar hins vegar. Fyrir vikið lifði það ekki í núinu heldur í blekkingu. „Af því leiðir að mörgum finnst þeir vera aðgreindir frá öðrum,“ sagði Friedman. „Það er einmitt tilfellið með mig,“ sagði faðirinn sem hafði hlustað á ræðuna með bros á vör í fyrstu en reyndi svo að afmá brosið. „Það má prófa kenninguna með því að gera alltaf öfugt við það sem maður ætlaði að gera,“ sagði Friedman. „Flestir festast í fari meirihlutans, gera bara það sem hann ákveður og hafa því í rauninni ekki frjálsan vilja. Allt er markaðssett með meirihlutann í huga. Ólíkt flestum öðrum gerði ég mér grein fyrir þessu og fór eigin leiðir. Þessi veitingastaður er ekki rekinn fyrir meirihlutann og ég vel mér viðskiptavini ef því er að skipta.“ Þau tóku til við aðalréttinn eftir þennan fyrirlestur, vefju með grænmeti í. Föðurnum þótti maturinn bragðdaufur og tókst ekki alveg að ljúka við skammtinn, ekki heldur drengjunum. Friedman kom og sótti diskana og var þungur á brún. „Ég gerði einmitt öfugt við það sem mér var sagt að gera,“ sagði pabbinn. Friedman lét sem hann heyrði ekki athugasemdina og beindi sjónum að eldri stráknum sem sat þarna með matarleifarnar fyrir framan sig. Hann hafði aldrei svo mikið sem reynt að borða grænmetisrétt áður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.