Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 48
R ú n a r H e l g i Vi g n i s s o n 48 TMM 2016 · 4 Það var ekkert sjónvarp í íbúðinni, allt í einu blasti sú staðreynd við þeim þegar þau komu heim. Þau hefðu vel getað hugsað sér að horfa á eitthvað í sjónvarpinu til að dreifa huganum, David Letterman eða Tonight Show ef ekki vildi betur. Pabbinn gekk um gólf, greip öðru hverju um höfuðið og dæsti. „Þvílíkt og annað eins! Það sem maður getur lent í á einum og sama deginum!“ Í einni hringferðinni gekk hann fram að dyrum, gægðist út og setti svo öryggis- keðjuna fyrir. „Af hverju ertu að þessu?“ spurði mamman. „Ég hélt kannski að við gætum farið í göngutúr til að róa okkur niður.“ Hann hélt ekki, gat ekki hugsað sér að fara út fyrir hússins dyr það sem eftir lifði kvölds. „Láttu ekki svona,“ sagði hún. „Það er ekki eins og heimurinn hafi farist. Þetta er friðsælt hverfi.“ En faðirinn vildi ekki fara út. Það var óhugur í honum, sagði hann, auk þess sem hann hafði áhyggjur af því hvað Brendu þætti um þetta, að þau skyldu hafa verið rekin út af veitingastað kunningja hennar og viðskipta- vinar. Mundi karlinn ekki hætta að mæta í jógað til hennar? Og nú væru þau búin að spilla veitingastaðnum fyrir henni, saurga hann með vondri upplifun. „Brenda þarf ekkert að vita af þessu. Maðurinn fór yfir strikið og verður að súpa seyðið af því.“ „Þóttist vera þessi líka friðsemdarmaður en var svo hrikalega agressífur og stjórnsamur. Ekkert nema egóið.“ „Þú varst nú agressífur líka, barðir í borðið.“ „Og þú varst agressíf í bílnum á leiðinni þangað, ætlaðir að fara út á eftir manninum. Hann hefði getað dregið upp byssu.“ „Láttu ekki svona. Við erum í Kanada, ekki í Bandaríkjunum.“ „Mannfýlan hélt að við værum Kanar, ekki Kanadamenn. Er eitthvað kanalegt við okkur?“ Hún horfði á hann íbyggin án þess að segja nokkuð. Drengirnir voru farnir inn í herbergi þar sem þeir voru lagstir í tölvuleiki. Það heyrðist ekkert hljóð í húsinu annað en suðið í ísskápnum. Það var eins og þau væru ein í hverfinu. Mamman náði í lesgleraugun sín og bók. Hún ætlaði að fara að setjast í sófann í stofunni þegar hún greip andann á lofti. „Bletturinn! Ég var búin að gleyma blettinum!“ Pabbinn leit á sófann og sá þar rauðan blett á stærð við tíkall. Rétt hjá honum var annar minni. „Við verðum að gera eitthvað í þessu, annars heldur Brenda að Rósa frænka hafi verið í heimsókn og að við höfum verið að gera eitthvað í sóf- anum,“ sagði mamman í hálfum hljóðum svo að drengirnir heyrðu ekki. Pabbinn spurði hvort ekki væri hægt að ná áklæðinu utan af pullunni. Í sameiningu fóru þau að athuga það og komust að því, sér til mikils léttis, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.