Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 59
Á k a f i í s n j ó TMM 2016 · 4 59 í sögunni finnist þetta skammstafaða eða stýfða nafn óvenjulegt. Nafnið, þessi staki bókstafur með punkti, stendur því fyrst og fremst í óvenjulegri afstöðu til lesandans og boðar með sínum hætti takmarkaðan aðgang hans að aðalpersónu verksins. Bygging skáldsagna miðar iðulega að því að les- endur samsami sig aðalpersónum. Slík samsömun – einskonar sameiginlegt ídentítet, jákvætt svar við spurningunni „sérðu það sem ég sé?“ – verður beinlínis lykilatriði í lestrarreynslunni og það sem helst virðist skerpa mynd okkar af söguhetjunni og veita okkur lesbirtu. Þetta kemur hvað skýrast í ljós þegar söguhetjan er í jaðarstöðu gagnvart ráðandi öflum, er utangarðs og jafnvel útskúfuð, beitt misrétti, þarf að sækja á brattann og berjast fyrir skilningi annarra á aðstæðum sínum. Í skáldverkum reynist okkur jafnvel hægara að taka okkur stöðu með slíkum einstaklingum en í hversdagslífinu, sem er „eina lífið sem við eigum“, eins og fyrr segir. Þótt ekki sé hægt að tala fyrir hönd allra lesenda, eða fullyrða um við- brögð þeirra, er persónubygging Hallarinnar ekki með fyrrgreindu móti – og þar hefur lesandi ekki heldur hina „sterku“ stöðu gagnvart skúrkum og andhetjum sem oft varðar miklu í ferðum um sagnaheima. K. er sannarlega einstæðingur og hinar fáu myndir sem birtast úr fortíð hans draga ekki úr þeirri kennd; hann kemur sem úr öðrum heimi, líkt og flóttamaður, óboðinn innflytjandi, og að kalla má allslaus. Hann er kallaður flækingur og það á að vísa honum umsvifalaust brott. Hvernig getum við annað en haft samúð með slíkum manni sem stendur hjálparvana andspænis valdinu? En þá komum við að mótleik K. og þeirri sérstöku og takmörkuðu sýn sem við fáum í hugs- unarhátt hans. Hann segist vera boðaður „landmælingamaður“ og fær það staðfest eftir nokkurt japl, jaml og fuður: K. hlustaði gaumgæfilega. Höllin hafði semsagt útnefnt hann landmælingamann. Það var að vissu leyti óheppilegt fyrir hann því að það var til marks um að í höllinni höfðu menn alla nauðsynlega vitneskju um hann, höfðu vegið og metið styrkleika- hlutföllin og gengu brosandi til bardagans. Á hinn bóginn var þetta líka hagstætt því það sannaði að hans áliti að hann væri vanmetinn og að hann myndi hafa meira frelsi en hann hefði frá upphafi getað leyft sér að vona. Og þeim skjátlaðist ef þeir töldu að þeir gætu haldið honum í stöðugum ótta með þessari viðurkenningu á landmælingarstarfa hans og þeim andlegu yfirburðum sem hún fól vissulega í sér; það fór svolítill hrollur um hann, en það var allt og sumt. (11–12) Hverskonar orðræða er þetta? Hetjuleg viðbrögð einstaklings sem berst fyrir tilvistarrétti sínum eða brengluð átakaskynjun vænisjúks manns? Í rauninni hvorttveggja í senn, á sérkennilegan hátt sem lesandi þarf að ráða í. Þegar lesandi fylgir K. er hann að sumu leyti eins og Sansjó að fylgjast með baráttu Kíkóta í annarri skáldsögu, en valdið sem mætir K. er raunverulegt, þótt það taki á sig undirfurðulegar myndir. K. verður hinsvegar seint kallaður geðþekk persóna. Hann er einþykkur og stærilátur, iðulega vakna efasemdir um dómgreind hans, og í eigin valdeflingu (svo gripið sé vinsælt orð á nýrri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.