Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 65
TMM 2016 · 4 65 Kristján Jóhann Jónsson Lífið og dauðinn og önnur viðfangsefni bókmenntakennslu Bókmenntakennsla gefur kennurum tækifæri til þess að ræða við nemendur um mikilvægar tilfinningar og ýmis málefni sem snerta okkur öll. Í kjöl- far þessarar staðhæfingar mætti bera fram margar spurningar sem erfitt er að svara. Áður en að því kemur þarf þó fyrst að spyrja um hvað má spyrja. Hversu persónuleg og pólitísk má kennsla verða? Eru einhver ágreiningsmál svo viðkvæm að kennarar megi ekki ræða þau, ættu frekar að beygja hjá og látast ekki sjá? Í bókmenntum er iðulega fjallað um staðalímyndir kynja og kynhneigð, hatur á trú eða litarhætti, ýmiss konar yfirgang gagnvart börnum og þannig mætti áfram telja. Bókmenntir verða oft nokkurs konar tilraunastofa hugmynda sem höfundar eru að íhuga, jafnvel þó að þeir telji þær rangar sjálfir. Um þetta mætti nefna mörg dæmi en nærtækt er að minna á sjálfstæðishugmyndir Bjarts í Sumarhúsum í þeirri merku skáldsögu Sjálf- stætt fólk. Fjölmargra spurninga mætti spyrja um gildi bókmenntakennslu og erindi bókmennta og skáldskapar í skólakerfinu. Fleiri spurningar Á bókmenntakennsla að snúast um listræna dýpt og fegurð sígildra texta? eða um menningararf og þjóðlega menningu? Á bókmenntakennsla ef til vill fyrst og fremst að beinast að því að efla læsi? Fjölmargt fólk les aldrei bók eftir að skólagöngu lýkur og lifir það af. Er staðhæfingin um „mikilvægar tilfinningar og málefni sem snerta okkur öll“ dulbúin krafa um að bókmenntakennsla breytist í spjall um sjálfshjálp og lífsleikni? Eða um það fyrst og fremst að í skólum séu lesnar bókmenntir sem henta nemendum, reynslu þeirra og þekkingu. Nemendur verða að eiga möguleika á að skilja þær bókmenntir sem kenndar eru í skólum og njóta þess að lesa þær. Það er ekki þar með sagt að þær megi ekki vera erfiðar. Þær eiga helst að vera það og ágætt að í þeim sé togstreita milli þess þekkta og óþekkta – og jafnvel dálítil óþekkt. Nemendur eru ekki komnir í skóla fyrst og fremst til að „kynnast“ því sem þeir þekktu fyrir og vissu að þeim geðjaðist að. Við fyrstu sýn getur nemendum virst að sígildar bækur af ýmsu tagi séu leiðinlegar og jafnvel gamaldags, sem er óttalegra en flest annað, en það er spurning hvort mikil áhætta er í því fólgin. Í skólanum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.