Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 81
E l í n , ý m i s l e g t TMM 2016 · 4 81 lakkið er að mestu flagnað af bárujárninu og appelsínugult ryðið étur sig inn að timbri. Á heimleiðinni skellur myrkrið á borginni. Elín hlustar á útvarpsfréttir. Lögreglan lýsir eftir fölleitum manni í úlpu með hanska. Þetta er í byrjun febrúar og Elín veltir fyrir sér hver sé ekki fölleitur í úlpu með hanska. Fyrir morgundaginn þarf hún að ljúka lestri á leikriti sem sett verður upp um haustið. Verkið er eftir ungt leikskáld, Ellen Álfsdóttur, stúlku um tví- tugt. Sagan hermdi að handritið væri alveg tilbúið, að uppbyggingin á því væri fullkomin, að ef dramatúrgurinn myndi reyna að færa svo mikið sem eina kommu færi allt í vitleysu. Persónusköpunin var víst með eindæmum skýr og stíllinn algerlega einstakur. Faðir Ellenar, Álfur Finnsson var frægur rithöfundur sem látist hafði nokkrum árum fyrr. Hann hafði líka skrifað fyrir leikhús og reyndar hafði Elín líka unnið við nokkrar uppsetningar á verkum hans. Uppúr nítjánhundruð og áttatíu byggði hún hól úr torfþökum sem sprengdur var upp á hverri sýningu. Um leið og tjöldin voru dregin frá. Kvöld eftir kvöld. Hún fletti beint upp á persónulýsingunum og pírði augun. Pabbinn: Klessa af notuðum plástrum, sumir gegnsósa. Samt er ekkert að. Hún stendur á fætur og fer inn í stofu. Allt er á haus. Vinnustofan étur stöð- ugt í sig fermetrana hennar. Á borðstofuborðinu er þykkur plastdúkur og undir honum margra kílóa haugur af jarðleir. Úr leirnum miðjum og uppúr plastinu sveigist horn sem hún er að móta. Hornið á að líkja eftir nashyrn- ingshorni sem spilar stórt hlutverk í kvikmynd, sem á að skjóta um sumarið, en leikstjórinn vildi af pólitískum ástæðum forðast að nota alvöru horn. Heiminn þyrsti í unga snillinga. Elín hafði fylgst með nokkrum þeirra slá í gegn og síðan ýmist hverfa eða raða sér á bekk með öðrum óspennandi atvinnuskáldum. Yfirleitt var það ekki snilligáfan sem heillaði heldur bara æska og ferskleiki. Húðin á þeim frekar en hæfileikarnir. Vonin um eitthvað nýtt sem lagðist eins og huliðshjálmur yfir þetta eldgamla sem mennirnir höfðu fram að færa, aftur og aftur og aftur. Elín finnur lesgleraugun sín hjá fjarstýringunni og fer svo aftur inn í eldhús, sest á nýjan leik við lestur en nær ekki að halda einbeitingu. Þegar hún hafði slegið upp nashyrningi í leitarvélinni komu upp ótal nærmyndir af sárum og síðan hafði hún ekki getað hætt að hugsa um þessa aðgerð, að rífa hornið framan úr nashyrningi. Svo voru hornin seld á svörtum markaði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.