Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 82
K r i s t í n E i r í k s d ó t t i r 82 TMM 2016 · 4 Nei, hún varð að klára mótið, svo gæti hún smurt einu lagi af latexi yfir það og lesið meistaraverk ungu stúlkunnar á meðan það þornaði. Hún fer í vinnuskyrtuna og kveikir á útvarpinu, sest við stofuborðið og dregur ofur- litlar rákir í leirinn með úfnum járnbursta. Þegar Elín keyrir í leikhúsið til þess að mæta á fyrsta samlestur á leikritinu liggur handritið ólesið í farþegasætinu. Kvöldið áður hafði hún gleymt sér við að strjúka réttu áferðina í nashyrningshornið og allt í einu var klukkan orðin svo margt að hún þurfti að leggja sig. Leikhópurinn er samankominn í fundarherbergi ásamt leikstjóra, tón- listarfólki, leikmyndahönnuði, leikstjóra og leikskáldi. Venjan er að þau lesi textann hægt og vandlega og velti fyrir sér merkingu stöku atriða. Elínu fannst þetta eitt það leiðinlegasta sem hún tók sér fyrir hendur. Í svona hópi voru alltaf einn eða tveir einstaklingar sem tóku orðið og héldu því í gíslingu. Fyrr en varði var umræðan komin lengst út í móa og þaðan fór hún síðan ennþá lengra. Allt eftir því hvernig leikstjórinn var starfi sínu vaxinn. Elín leggur það því í vana sinn að þegja á samlestrum. Hún grípur með sér kaffibolla í eldhúsinu þrátt fyrir að vera orðin svolítið sein og rambar á rétta fundarsalinn. Þarna sitja þau öll. Leikararnir með opnu áhugasömu andlitin sín, smart klæddi leikmyndahönnuðurinn, leikstjórinn með alla sína bresti og stæla grasserandi og við borðsendann situr leikskáldið. Ellen lítur út fyrir að vera jafnvel yngri en tvítug, lýtur höfði, hárið svart og gljáir fitugt við gulhvíta húðina. Húð sem undireins vekur athygli Elínar. Hana langar til þess að setjast nálægt henni til þess að geta virt hana betur fyrir sér og nær sér í klappstól sem hún hálfvegis treður á milli hennar og leikara. Leikstjórinn kynnir hana stuttlega fyrir hópnum sem Elínu Ámundadóttur, gervahönnuð. Elín ætlar að fanga föðurinn, plástrahrúguna, segir hann stórkarlalega og brosir út í annað. Og ísvélina í öðrum hluta, segir leikmyndahönnuðurinn, gerir gæsalappir á lofti og brosir daðurslega til leikskáldsins. Elín hefur aldrei unnið með henni áður. Hún er ekki nema tæplega þrítug og nýútskrifuð einhversstaðar í Þýskalandi. Meiningin er að þær Elín geri sviðsmyndina, búninga og leik- muni í samstarfi. Leikmyndahönnuðurinn þá væntanlega sem ferskur and- blær og listræn sýn en Elín sem reynslan og þekkingin eða hvað vissi hún … Húðin er ekki gulhvít, áttar Elín sig á þegar hún er komin nær. Hún er ljós- asti tónninn af límónugrænum, einum tóni ofar en hvítur og þess vegna virkar hún sjálflýsandi. Það sem er samt sérkennilegast við þessa húð er mýktin og þykktin. Svitakirtlarnir eru svo smáir að þeir sjást ekki. Þykktin gerir að verkum að blóðflæðið er aldrei sjáanlegt og húðin er nákvæmlega jafn ljós-hvít-límónugræn allstaðar. Eins og óvönduð dúkka. Öfugt við annan sýnilegan hárvöxt eru augnhárin á henni hvít, sem slævir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.