Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 97
H va ð þ ý ð i r þa ð a ð þ ý ð a ? TMM 2016 · 4 97 sem stýrðu menntakerfinu að færa á skyldunámskrá tungumál sem ærðu upp í nemandanum sára löngun sem engin leið var að uppfylla nema í ósk- heimi. Engu var líkara en skyldunám í tungumálum í gagnfræðaskólum segði við nemendur: „Ykkur eru nú sýnd í kennslubók aldin erlendra þjóða. Þið sækið með lestri í epli öllum sýnd en fáum gefin á framabraut.“ Afleiðingin af þessum gæskukvalalosta námsstjóranna var sú að margir fyrrverandi nemendur í gagnfræðaskólum þjáðust ævilangt af vonleysi og minnimáttarkennd, sívolandi í þrældómi sínum yfir brostnum draumi til mennta. Fáir gátu nýtt sér skyldunámið eða tungumál nema þeir væru af sæmilega vel stæðum ættum, afkomendur presta eða af hinni fámennu borgarastétt sem hafði efni á að senda afkvæmin í sér tíma hjá einhverjum sem hafði raunverulega reynslu af tungumálinu, oftast höfðu kennararnir hana ekki. Þetta átti við þekkingu á ensku og dönsku sem féllu undir skyldu- nám ef haldið var áfram eftir barnaskóla. Það gátu ekki allir fyrr en skóla- skyldan var lengd þegar próflausir kommar komust í ríkisstjórn. Í hinu ríkjandi bændasamfélagi urðu draumóranemendur að læra í von- leysi sínu sérkennilega kennslubókadönsku, enda fór samfélagið ekki fet út fyrir sitt eðli og kröfur heldur leiddi nemandann inn í hliðstæðu sína á dönsku. Námið átti að miðast við ærleg sveitastörf, helst gamaldags. Nem- endum bar að læra að lesa um heyskap á Jótlandi og þylja upp úr sér þessa snjöllu setningu, tæki kennarinn þá upp í tímum: Det er ikke saddel men seletøj på hesten. Í þýðingartíma átti nemandinn að þýða þetta úr dönsku yfir á íslensku jafnvel þótt hann væri ættaður úr slorinu og hefði aldrei séð vagnhest hvað þá eignast hnakk eða seletøj. Eftir skyldunámið var hann bundinn við hjólbörurnar og gat ekki einu sinni lifað í von um lukkuna að komast til Danmerkur og segja við tollarana og lögregluna um leið og hann steig frá borði: Det er ikke saddel men seletøj på hesten. Engu var líkara en þeir sem stjórnuðu skyldunámi í dönsku og sömdu kennslubækurnar teldu að úthafsskipið Dronning Alexandrine hlyti að leggjast við bryggju uppi á miðju Jótlandi þar sem bændur voru á túni að böðlast í brakandi heyi með hest spenntan fyrir vagn og sláttuvélin ekki komin til sögunnar. Þetta þýðir líklega það að íslensk menning og kennsla geta verið búra- og skúmaskotslegar greinar á sama meiði. Ólíkt kennslubókinni í dönsku var sú enska með heimsborgarabrag en fór dálítið fram úr sjálfri sér hvað varðar textaval fyrir nemandann ef hann skyldi komast á togara til Breska heimsveldisins, eins og það var kallað, til að selja fisk í Hull. Í bókinni var meðal annars þetta litla brot úr Lísu í Undralandi: Twinkle twinkle little bat, how I wonder what you’re at. Þegar kom að þessu þá vandaðist málið meira að segja fyrir kennarann, nýbakaðan prestinn. Hann ákvað að vera kristinn og sannleikanum trúr og viðurkenna fyrir framan bekkinn að hann skildi ekki þvæluna og þess vegna þyrfti nemandinn ekki að reyna að þýða delluna þegar kæmi að þýðingartímanum eftir hádegi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.