Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 104
S i g r í ð u r A l b e r t s d ó t t i r 104 TMM 2016 · 4 detta menn útbyrðis og eru hífðir um borð ef ég man rétt, mikill hasar. En þegar ég skrifaði þetta hafði ég aldrei komið um borð í skip, hvað þá siglt. Þú ert skyldur Þórbergi Þórðarsyni ekki satt? Ég þykist einmitt hafa fundið eitthvað af nákvæmnisáráttu hans í skrifum þínum. Vilt þú kannast við það? Jú, mig minnir að hann og pabbi séu þremenningar. Ég myndi frekar tala um skrásetningaráráttu en nákvæmnisáráttu. Ég hélt skrár yfir allt sem ég gat upphugsað til skrásetningar þegar ég var barn: Veðrabók og Ærbók eins og áður er getið með alls kyns upplýsingum, heyskaparannál o.s.frv. að ógleymdum hagskýrslum um sveitina sem ég bjó til en hún hlaut nafnið Fagrasveit. Hún þróaðist sem veröld út frá einum dreng, Nonna, sem er fæddur 15. júlí 1948 en sjálfur er ég fæddur 30. júlí sama ár. Hann var fyrr en varði kominn með tvíburabróður, síðan foreldra og mörg systkini, bjó á Nonnabæ. Það varð fljótlega tvíbýli og endaði sem fjórbýli. Þessi bær kallaði á aðra og Arnór bróðir involveraðist í leikinn. Fagrasveit endaði sem fimm- tán bæja sveit, ég réði yfir sjö, Arnór sjö og einn bær varð til sem mála- miðlun, honum stjórnaði Þorleifur bróðir minn til þess að friður ríkti og lát yrði á valdabaráttu. Ég skrifaði manntal Fögrusveitar og endalaus dokúment, meira að segja skattskýrslur föður Nonna á Nonnabæ I, það var eiginlega hámarkið, þar sprakk kerfið! Þess má geta að faðir minn var í svonefndri skattanefnd og það voru skattanefndarfundir heima, þannig að ég hafði viðmið úr veruleikanum hvað það snertir. Þetta hljómar nú svolítið ofvirkt? Ég var alls ekki ofvirkur. Ég skynja þetta ekki þannig. Ég var fremur rólegur held ég, draumlyndur. En jafnframt haldinn mikilli athafnaþrá. Stundum var ég óþolinmóður af því mér fannst ég ekki vera að gera neitt, það væri svo margt sem ég gæti verið að gera. Hins vegar var í þessum fram- kvæmdum einhvers konar samspil konsepts og útfærslu þar sem útfærslan endaði í never ending story. Draumlyndið, skrásetningaráráttan og athafnaþráin braust út í ljóð- og leikritaskáldi mörgum árum síðar. En hér verður fyrst og síðast horft á ljóðin. Tilurð og útkomu Ljóð vega salt hefur þú lýst ítarlega í viðtali við Silju Aðalsteinsdóttur sem birtist í 2. hefti TMM 2006. En mig langar að forvitnast um titilinn. Hvers vegna Ljóð vega salt? Hvernig rataði titillinn til þín? Það er nú það. Hvað skal segja? Það er eitthvað magískt við fyrstu bók allra höfunda, ég hygg að í þeim megi finna lykil að öllu höfundarverkinu. Þetta er atriði sem ég hef verið að skoða lengi og er oft hissa á því hvað þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.