Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 105
„ A l l t a f h á l f o p n a r d y r“ TMM 2016 · 4 105 stenst, hef til dæmis skoðað aðeins fyrstu bók Thors Vilhjálmssonar (fyrir Thorsþing 1995) og svo núna nýlega fyrstu bók Péturs Gunnarssonar (á Pétursþingi í maí 2007) með þetta í huga. Nú, ég var eiginlega hættur að búast við að þessi fyrsta bók mín kæmi út, mér liggur við að segja, hættur að vona það. Monsieur Dadason var með handritið en svo leið tíminn án þess að bókin kæmi út. Ég var staddur á ekki ómerkari stað en Mokka þegar hinn mikli snillingur kom inn, tók upp bókina, lét hana falla á borðið fyrir framan mig og sagði „Voilà“! Fór svo og fékk sér kaffi eins og ekkert væri. Þarna var hún semsé komin. Þú spyrð um titilinn. Sko! Mér finnst í raun brjálæðislegt að fyrsta bókin mín skuli heita Ljóð vega salt, mér finnst ótrúlegt að hafa dottið niður á titil fyrstu bókar sem er eins og gunnfáni, mottó, manifesto fyrir gjörsamlega allt sem ég hef skrifað, ekki bara ljóð, heldur alla mína ritun og hugmyndir um ritun, og reyndar í framhaldinu, hugmyndir um mikilvægi jafnvægis í sam- félaginu líka. Og þannig áfram. Með virku jafnvægi á ég við vegasalt, eins og á róluvöllum, sem er hreyfanlegt, hefur hvorki frosið fast öðrum megin, né heldur hefur einhver feitilíus tekið það úr sambandi með því að festa það við jörðu með þyngd sinni. Gagnrýni um Ljóð vega salt var í flestum tilvikum afar jákvæð og m.a. sagði Jóhann Hjálmarsson að af skáldskap Sigurðar Pálssonar væri góðs að vænta4. En svo liðu fimm ár á milli Ljóð vega salt og þeirrar næstu Ljóð vega menn. Hvernig stóð á því? Svarið er einfalt. Ég var alveg brjálæðislega önnum kafinn, bæði í kennslu, leikritun (á þessum fimm árum voru tvö leikrit sviðsett, þrjú með barna- leikritinu, tveimur af þessum þremur leikstýrði ég jafnframt), fararstjórn á sumrin, vann líka að þýðingum, síðan var ég kominn í framhaldsnám í leik- húsfræðum, lauk maîtrise-ritgerð einmitt 1980, á sama tíma lauk ég námi í kvikmyndaskóla; nú, auk þessa var ég að skrifa ljóð, en eitthvað varð undan að láta. Þannig að mér finnst merkilegt að mér skyldi takast að klára Ljóð vega menn þó þetta snemma. Ljóð vega salt var upphafið af fyrstu ljóðatrílógíunni en á rúmlega 30 árum urðu trílógíurnar fimm. Lagðir þú upp með það frá byrjun að bækurnar yrðu 12, þrjár í hverjum flokki sem allar hæfust á orðinu ljóð og í hverjum titli 12 bókstafir? Ég fór bara af stað. T.d. vissi ég ekki þegar Ljóð vega salt kom út að það yrðu til þrennur. Þær urðu til vegna þess að ég fann önnur nöfn sem fóru að blasa við og þannig varð þrennan til. Annars vegar er einhvers konar hreyfing sem fer af stað og hins vegar umhugsun um hreyfingu, umhugsun um skipulag. Þegar fyrsta þrennan var komin þá var það heildarskipulag komið í gang á ljóðabókunum. Til þess að hafa dálítið strangt skipulag þá eru þessir tólf stafir í öllum nöfnunum o.s.frv. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.