Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 128

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 128
H u g v e k j a 128 TMM 2016 · 4 Hann raknar úr rotinu við þau tíðindi að nú sé búið að ganga frá Nýsjálend- ingnum. Sliv er niðurbrotinn, hann vill hætta öllum störfum hjá hringnum, fer í píla- grímsferð á gröf ríkisstarfsmannsins og fær sér svo heilnæma vinnu hjá skógar- höggsmönnum á Húsavík til að gleyma sinni örlagaríku yfirsjón. En hann losn- ar ekki við sektartilfinninguna, í hvert skipti sem hann lítur á fréttir í blöðun- um finnst honum hann sjá þar einhver fingraför „Veruleikafölsunarfélagsins“. Loks gerir hann sér grein fyrir því að fölsun er orðin honum að eiturlyfi sem hann getur ekki án verið, og hann skrif- ar Gunnari Eiríkssyni bréf með beiðni um að fá að koma aftur til starfa. Hann er þá sendur í háskóla hringsins þar sem tilvonandi yfirmenn hljóta sína æðri menntun, og er hann til húsa einhvers staðar lengst inni í auðnum Síberíu, í bænum Krasnoïarsk. Þangað er Lena Thorsen einnig komin og gerir honum lífið leitt, en eigi að síður reynist hann frábær námsmaður. Þegar hann útskrif- ast heldur hann á fund Gunnars í Reykjavík, og fær þá að vita að allt þetta með nýsjálenska ríkisstarfsmanninn hafi ekki verið annað en blekking, hann sé enn sprelllifandi og gröfin sjálf ekki annað en venjuleg heimildafölsun. Til- gangurinn hafi verið sá að sýna Slivi svart á hvítu hve mikið alvörumál starf hringsins sé. Ekki þarf að orðlengja þetta, Sliv Dartunghuver kemst fljótt til metorða innan „Veruleikafölsunarfélagsins“ og er um síðir kjörinn í sex manna stjórn þess. Í leiðinni kemst hann að hinum innsta sannleik: þessi leynisamtök hafa nefnilega alls engan tilgang annan en þann að koma sínum sögum á ósökkv- andi flot. Sliv ferðast nú víða um heim til að leysa úr vandamálum sem koma upp í fölsunarstarfseminni, en dvelst einnig löngum stundum í Reykjavík, í nánd við Gunnar sem er augljóslega einn af hæfustu mönnum alþjóða- hringsins en hefur þó aldrei komist neitt áfram, því hann vill ekki yfirgefa sitt föðurland. Jafnframt hittir Sliv gamla skólasystur úr Háskólanum í Reykjavík, Nínu Schoeman að nafni, sem er ákafur umhverfisverndarsinni og er kjörin for- maður samtakanna „Jöro“ (hér á vænt- anlega að lesa „Jörð“). En Slivi finnast baráttuaðferðir hennar hálfhlægilegar, eins og umhverfissinna yfirleitt. Sagan berst víða um Reykjavík, og er öll götu- nöfnin sem þá koma fyrir að finna á kortinu, Gunnar býr t.d. við Leifsgötu. Lýst er vorinu í borginni þegar sólin kemur upp klukkan fjögur að morgni, um leið lifna göturnar, bakarí og kaffi- hús opna. Stundum drekka sögupersón- ur hraunsíað vodka, „Reyka“ að nafni. Þótt leynisamtökin hafi engan tilgang er ljóst að einstakir starfsmenn vilja jafnan koma einhverju góðu til leiðar, vinna að náttúruvernd, virðingu fyrir mannréttindum og friði milli þjóða. Þannig stuðluðu menn úr þeirra hópi að því að hrinda geimkapphlaupinu af stað með tíkinni Laiku til að fá höfuðpaur- um kalda stríðsins eitthvað annað að hugsa um en vopnaskak, semsé eitthvað friðsamlegt að keppa um. Sliv tekur eftir því að á þessu sviði eru falsanir hrings- ins miklu áhrifaríkari en „afhjúpanir“ Nínu á hinum ýmsu bellibrögðum Bandaríkjamanna; hún talar fyrir tómu húsi og enginn tekur mark á henni meðan falsanirnar fylla forsíður dag- blaða, og hafa mikil áhrif. En nú kemur upp mikil kreppa innan „Veruleikafölsunarfélagsins“, falsanir sem áttu að verða til góðs hafa þveröfug áhrif, hin ófyrirsjáanlega Lena fer að spila sóló með alvarlegum afleiðingum, og verða úr þessu miklar flækjur sem óþarft er að rekja. Sliv tekst með herkj-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.