Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 131

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Page 131
TMM 2016 · 4 131 Jón Yngvi Jóhannsson Einnig listin er hégómi Ólafur Gunnarsson. Syndarinn. JPV 2015. Ut pictura poesis Allt frá dögum Forn-Grikkja hafa menn velt fyrir sér tengslum myndlistar og skáldskapar. Plútark kallaði málverk þögul ljóð og ljóð málverk sem hefðu fengið málið; fræg eru líka orð Hórasar, Ut pictura poeisis: skáldskapurinn á að vera eins og málverk. Slíkar tengingar leita óneitanlega á hugann við lestur síð- ustu skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Syndarans, og þeirrar sem kom næst á undan, Málarans, þar sem sögð er mikil örlagasaga af tveimur ólíkum listmálur- um. En það er ekki bara viðfangsefni Ólafs sem tengir saman tvær listgreinar, orð Hórasar um myndir og skáldskap hafa fjölþættari merkingu fyrir þessar sögur, og þá sérstaklega þá síðari, Synd- arann, eins og síðar verður komið að. Málarinn kom út árið 2012. Hún er skáldsaga um glæpi, lengi vel er mál- verkafölsun og afleiðingar hennar í for- grunni en sögunni lýkur á hrottalegan hátt þegar listmálarinn Davíð Þorvalds- son myrðir dóttur sína á unglingsaldri. Morðið er tilgangslaust og innantómt, Davíð ræðst á Söndru dóttur sína til þess að hún komi ekki upp um misgerð- ir hans og smáglæpi sem í stóra sam- henginu eru lítilmótlegir. Ólíkt því sem við höfum stundum séð í verkum Ólafs virðist trúarlegt eða siðferðilegt sam- hengi fjarri, Davíð verður seint líkt við Abraham eða guð almáttugan, dóttur- morðið er ekki fórn. En meira um trúar- lega samhengið síðar. Syndarinn hefst þar sem Málaranum sleppir. Ein af aukapersónum Málarans, listmálarinn Illugi Arinbjarnar, er aðal- persóna sögunnar. Hann nýtur hylli gagnrýnenda og listunnenda bæði á Íslandi og í hinum alþjóðlega listheimi. Málararnir tveir tengjast þannig að í Málaranum skrifar Illugi níðgrein um myndlist Davíðs sem, ásamt ýmsu öðru, verður til þess að ýta honum fram af brúninni. Margar af persónum sagn- anna virðast líta svo á að Illugi sé ábyrg- ur fyrir morðinu, þeirra á meðal hann sjálfur. Í Syndaranum er Illugi í sviðsljósinu lengst af, og það sviðsljós er sterkt. Í upphafi sögunnar vinnur hann sinn stærsta sigur, einkasýning hans á Museum of Modern Art í New York slær í gegn og hann selur þar myndir fyrir upphæðir sem sjaldan sjást í íslenskum listheimi. Myndirnar eru, líkt og öll verkin á sýningunni, hluti af mikilli myndröð úr síðari heimsstyrjöldinni sem lýsir viðureign hersveita Þriðja rík- isins og Rauða hersins undir titlinum Barbarossa, innrásin í Sovétríkin. Á sýningunni verða tveir atburðir sem hafa áhrif á líf Illuga það sem eftir er. Annars vegar ræðst að honum gam- all maður sem kallar hann lygara og falsara vegna myndanna og endar á því að kveikja í sér í mótmælaskyni, hins vegar kynnist hann ungri íslenskri blaðakonu, Helgu, sem tekur við hann viðtal, verður honum samferða heim og gerist þar lærlingur hans. Atburðarásin sem fer af stað í kjölfar- ið er margslungin og þar kemur fjöldi U m s a g n i r u m b æ k u r
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.