Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Síða 133
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2016 · 4 133 sinna vinnur hann í einum hvínandi innblæstri. Það er freistandi að sjá hliðstæðu milli þessara málverka og skáldsagna Ólafs Gunnarssonar undanfarna tvo áratugi, þótt með því sé ekki verið að líkja honum við Illuga Arinbjarnar að öðru leyti! Ferill Ólafs tók stakkaskipt- um með Tröllakirkju árið 1992. Frá þeim tíma eru skáldsögur hans, að Öxinni og jörðinni undanskilinni, unnar með aðferðum sem að sumu leyti minna meira á gamla meistara en nútímalegri bókmenntastefnur. Eins og margoft hefur verið bent á, bæði af Ólafi sjálfum og þeim sem fjallað hafa um verk hans, eiga þær sér fyrirmynd í verkum Dostojevskís og annarra risa raunsæisins. Annar áhrifavaldur Ólafs, Herman Melville, er nefndur í Syndar- anum og leggur sögunni einnig til ein- kunnarorð. Orð sem Illugi hefur í tví- gang eftir honum lýsa vali hans sjálfs á viðfangsefnum, og raunar Ólafs Gunn- arssonar líka: „Engin mikil bók mun nokkurn tíma verða samin um flóna.“ (73, sjá einnig 19) Persónum í skáldsögum Ólafs verður seint líkt við flær. Þær eru stórar í snið- um, skapsmunir þeirra, athafnir og brestir, allt er þetta á tröllauknum skala. Frásagnaraðferð Syndarans minnir sömuleiðis á eldri meistara. Sögunni miðlar alvitur sögumaður, hann sér í huga flestra persóna og horfir á hlutina frá þeirra sjónarhorni. Lengst af fylgir hann Illuga en einstakir kaflar eru helg- aðir Karli bróður hans, Kolbrúnu og fleiri persónum. Undir lokin, þegar Davíð er orðinn einn á sviðinu, sjáum við heim sögunnar með hans augum. Ólafur er flestum höfundum snjallari í að byggja upp stórbrotið og lifandi sögulegt umhverfi og hægt er að sjá skáldsögur hans fyrir sér sem kraft- miklar „myndir“ sem saman mynda eins konar myndröð af Reykjavík 20. aldar, allt frá árinu 1919 sem birtist okkur í Höfuðlausn til ársins 2000 þegar eftirmála Syndarans lýkur. En rétt eins og meistarar hins hefðbundna mál- verks þá „málar“ Ólafur ekki umhverfi og persónur að gamni sínu, eða til þess eins að gera af þeim trúverðuga eftir- mynd, þótt eftirlíkingin sé honum mik- ilvæg hafa sviðsmyndir hans og per- sónur alltaf táknræna vídd, rétt eins og í allegórísku málverki ratar ekkert inn á myndflötinn nema það hafi dulda merkingu, sögulega, siðferðilega eða trúarlega. Eyðandi karlmennska Milljón prósent menn hét fyrsta skáld- saga Ólafs Gunnarssonar, sagan um heildsalann Engilbert og stórkarlalega athafnasemi hans. Í raunsæisskáldsög- um hans síðustu tvo áratugi hafa við- skipti líka verið áberandi þema. Þar hafa verið byggð risastór vöruhús og stór- veldi í viðskiptum hafa risið og hnigið. Í Málaranum ræður Hafskipsmálið örlög- um nokkurra persóna og í Syndaranum eru viðskipti með matvöruverslanir miðlæg. Faðir Illuga byggir upp mikið viðskiptaveldi, sem raunar reynist standa á brauðfótum, og eftirlætur það síðan syni Illuga sem átján ára gömlum tekst að verða forstjóri samsteypunnar, svíkja hundruð milljóna út úr viðskipta- vinum hennar og valda stórhneyksli í brúðkaupi föður síns áður en hann fyr- irfer sér. Saga Baldurs hins unga er eins og smámynd í stærra verki sem endur- speglar verkið í heild og kannski mynd- röðina alla, frá Tröllakirkju til Syndar- ans; þetta er mynd af karlmanni sem ræður ekki við hlutverk sitt, koðnar niður í samskiptum sínum við konur og tortímist að lokum. Það gæti verið nær- tækt að grípa til orðaforða gríska harm- leiksins til að lýsa þessum körlum í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.