Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 138

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Qupperneq 138
U m s a g n i r u m b æ k u r 138 TMM 2016 · 4 viðtökunum má ráða að hún höfði ekki síður til lesenda en áður. En þegar skrif- uð eru orðin „söguleg skáldsaga“ fer því þó fjarri að allt sé sagt, því slíkar bók- menntir eru með afarmörgum hætti. Margir höfundar á því sviði fara þá leið að skálda inn í eyður hinnar rituðu sögu, búa til persónur sem voru ekki til en gætu svo sem alveg hafa fyllt lungun í blænum nokkrar ögurstundir; í sinni tilveru hefðu þær hvort sem er aldrei sett nein spor á blöðum sögunnar, því um Gagga Gú finnst því miður engin heimild nú, eins og Íslendingar vita. Þessar tilbúnu persónur geta höfundar svo haft sem sjónarvotta stóratburða, eins og Fabrice del Dongo á vígvellinum í Waterloo, og lýst því með tilfallandi íróníu hve mikið eða lítið þær skilja; á þann hátt leika höfundar sér á margan hátt og varpa með því nýjum ljósgeislum á söguna. Einar Már Guðmundsson fer þó aðra leið, hann víkur hvergi svo heita má frá þeirri sögu sem skjalfest er, þótt hann geti í eyðurnar skáldar hann ekki í þær. Hins vegar er saga hans frumleg á annan hátt, hún er meira en saga Jör- undar sjóla sem margir hafa sagt á undan honum, hún er í rauninni hlið- stæð æfisaga Eldklerksins og Hunda- dagakonungsins með ýmsum útúrdúr- um, þannig að sögurnar eru sagðar samtímis og lítt greindar að. Ég hef orðið þess var að þetta hefur vafist fyrir mörgum, þeir horfa hver á annan í for- undran og spyrja: hvað eiga þessir menn sameiginlegt, þannig að það hafi ein- hvern tilgang að blanda þeim saman? Þessi spurning ber vitni um skort á eftirtekt, þeir sem furða sig á þessu hafa semsé vanrækt að hugleiða mottó verks- ins, hin frægu orð T. S. Eliots: „History has many cunning passages …“ Þessi orðskviður gæti nefnilega sem best verið einkunnarorð þráðakenningarinnar, þar sem þræðirnir birtast reyndar í líki kænlegra undirganga, en það kemur í sama stað niður, og útfrá henni ber að túlka sögu Einars Más, hún er eins og tilraun í sögutúlkun út frá þessari sér- stöku hugmynd. Þannig verður að sjálf- sögðu að líta á gagnkvæma stöðu Jóns og Jörundar, þeir standa hvor við sinn endann á rammgerðum þræði, þeim sem tengir saman Skaftáreldana og fall Bastillunnar. Þegar ég var við nám í byltingarsögu á sínum tíma lögðu kenn- ararnir mikla áherslu á þann þátt sem uppskerubresturinn 1788 átti í því að Parísarbúar risu upp ári síðar, brauð- skorturinn virkaði eins og hvati og magnaði upp allar mótsetningar svo og pólitískan skilning fólks og reiði yfir þjóðfélagsástandinu yfirleitt. En kennar- arnir þekktu ekki ástæðuna fyrir þess- um uppskerubresti, þeir vissu ekki að hann átti rætur sínar að rekja til eldgíga á Íslandi, til gosa sem höfðu stórfelld áhrif á loftslagið víða á norðurhveli jarðar og þá jafnframt á ökrum Frakk- lands. Þeir sáu ekki nema annan endann á þræðinum. Séra Jón Steingrímsson er nú ekki aðeins besta vitnið sem til er um eldgos- ið og áhrif þess á Íslandi, heldur var hann og virkur þátttakandi í þeim örlagaríku atburðum sem því tengdust og jafnframt þolandi þeirra; því öllu lýsir hann á frábæran hátt. Í heild má svo segja að ferill Jörundar Jörundsson- ar hafi mótast af þeim atburðum sem urðu í Frakklandi, hann sogaðist inn í hringiðu sem spratt að verulegu leyti af uppskerubrestinum og öllum þeim kröftum sem hann leysti úr læðingi, allur hans konunglegi ferill á Íslandi er til vitnis um það. Milli beggja enda þessa þráðar er skýr samsvörun, því gerðir Jörundar á Íslandi eru eins og svar við þeirri niðurlægingu sem séra Jón varð að þola af hálfu heimskra og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.