Tímarit Máls og menningar - 01.12.2016, Side 139
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2016 · 4 139
hrokafullra embættismanna, í eldmóði
konungs eru Skaftáreldarnir komnir til
baka og svíða sárt nýja kynslóð embætt-
ismanna og ekki betri. Jörundur hefnir
semsé Jóns. Þess vegna er ákaflega vel til
fundið að rekja þessar tvær sögur
saman.
Nú vill svo til um þræði að þá má
rekja í hvora átt sem vill, í þessu tilviki
bæði fram og aftur í tímann og það
nýtir Einar Már sér, því getur hann leyft
sér slík ferðalög á hinu breiða sviði sög-
unnar. Væri það tilefni til margvíslegra
hugleiðinga. En hann gengur lengra,
hann skoðar einnig alls kyns þræði á
hinu lægra stigi einkalífsins sem víxlast
alla vega, svo sem þræðina í samskipt-
um Guðrúnar Johnsen, Jörundar og
Finns Magnússonar sem hófust á þann
hátt að Guðrún varð „Hundadaga-
drottning“, blíð ástmey Jörundar, en
Finnur bauð ódeigur sjálfum Hunda-
dagakonunginum byrginn, en lyktaði
með því að Guðrún var orðin beininga-
kona í Kaupmannahöfn og sótti heim
Finn sem hafði þá fengið slæman ryð-
blett á frægðarskjöldinn þegar hann las
fornan skáldskap út úr jökulrispum; þau
höfðu bæði misstigið sig við Eyrarsund.
Stíll Einars Más er á köflum líkt og
rabb eða „causerie“ eins og íslenskir
blaðamenn sögðu stundum í mínu ung-
dæmi, og getur hann því leyft sér að
halda sumum þráðunum áfram og
benda á alls kyns tengingar við
nútímann, „byltingu“ Jörundar sem vildi
setja á fót nýtt Ísland og „búsáhalda-
byltinguna“ sem hafði sams konar mark-
mið. Hann getur jafnvel slegið fram
spurningu um það sem kynni að hafa
gerst ef meginþráðurinn hefði haldið
áfram á annan hátt en varð, ef uppátæki
Jörundar hefði heppnast, ef hann hefði
orðið yfirvald á Íslandi, en þá að sjálf-
sögðu í skjóli og umboði Englendinga.
Væri gott fyrir menn á þessum síðustu
tímum hnattvæðingarinnar að hugleiða
það.
Allt þetta er listilega gert og skemmti-
legt aflestrar; og væri tilvalið að Einar
Már læsi upp úr bókinni í konungshöll
Jörundar við Austurstræti. En þegar
maður lokar henni lætur hann sig
kannske dreyma um aðra sögu, einhvers
konar framhald, um Móðuharðindi
frjálshyggjunnar sem byrgðu allan
sannleika í mósku, um fagnaðarlaust
Hundadagaveldi ólígarkanna og um þá
Skaftárelda sem brenndu upp eigur
manna.