Hugur - 01.01.2014, Síða 259

Hugur - 01.01.2014, Síða 259
 Hverjir eru þeir og hvar eru þær? 259 tilgangi. En að eigna þeim áform um að leggja af allar myndlíkingar við allar að- stæður, hvað þá að þröngva aðferðum sínum upp á almenning með valdi, er með öllu úr lausu lofti gripið og eiginlega bara andstyggilegur rógur. Rangfærslur í kaflanum halda áfram: Á bls. 118 er því haldið fram að rökgrein- ingarheimspekin hafi orðið til eftir að Heimspekilegar athuganir Wittgensteins komu út á 6. áratugnum. Þetta hljómar mjög undarlega. Yfirleitt er talað um að rökgreiningarheimspekin hafi orðið til á fyrstu árum tuttugustu aldar, með Frege, Russell og Moore. Hér velti ég því reyndar fyrir mér hvort um þýðingarvillu sé að ræða. Það sem varð til með seinni Wittgenstein, eða Heimspekilegum athugunum, er það sem kallað hefur verið heimspeki hins daglega máls (e. ordinary language philosophy, stundum kallað mannamálsheimspeki á íslensku). Á bls. 119 hafa tvö mikilvæg nöfn dottið út: „Málvísindin gripu kenningu Wittgensteins um „mál- leikina“ á lofti og tóku að fást við það samhengi sem hið talaða mál var í hverju sinni. Á sjötta og sjöunda áratugnum unnu Englendingurinn John Langshaw og Ameríkaninn John Rogers upp úr henni kenningu um málathafnir.“ Hér vantar auðvitað lykilnöfnin Austin á eftir Langshaw og Searle á eftir Rogers, enda eru þessir ágætu menn betur þekktir sem J. L. Austin og John R. Searle. Einnig er villandi að tala um málvísindi hér því mennirnir eru/voru heimspekingar og betur færi á að kenna þá við málspeki eða heimspeki tungumálsins. Umræðan um ónákvæmni í kaflanum um Wittgenstein er bara sýnishorn þar sem svo vill til að ég er ágætlega að mér um efnið og því fljót að koma auga á rangfærslur. Ég er auðvitað síður í aðstöðu til að meta réttmæti þeirra kafla sem fjalla um efni sem ég veit minna um. Og hér vakna aftur áhyggjur af aðferðum Prechts. Hann skrifar fyrst og fremst fyrir lesendur sem vita lítið fyrir um efnið og eru því ekki í aðstöðu til að leiðrétta villur eða leggja sjálfstætt mat á réttmæti þess sem í bókinni stendur. Þeir þurfa að taka Precht á orðinu og þeim er ætlað að gera það. Nokkurra heimilda er getið í viðauka aftast en að öðru leyti skrifar Precht alveg frjálst frá eigin brjósti. Hann notast ekki við tilvísanir inni í texta og þannig má segja að hann tali alveg án ábyrgðar. Þannig veit lesandinn ekkert hvaðan höfundur hefur það sem hann heldur fram hverju sinni. Í sjálfu sér þarf kannski ekki að ætlast til þess að allar bækur séu fullar af neðanmálsgreinum og tilvísunum og settar upp eins og fræðibækur. En í þessu tilfelli er verið að halda ýmsum hlutum fram sem staðreyndum og höfundur stillir sjálfum sér upp eins og hann viti um hvað hann er að tala. Lesandinn hlýtur að mega treysta því að höfundurinn sé að segja nokkuð satt og rétt frá og þannig verður það bagalegt þegar hann getur haldið fram hverju sem er án þess að þurfa að rökstyðja það eða geta þess hvaðan hann hefur það. Ætla má að ónákvæmni Prechts sé jafnvel enn meiri þegar hann fjallar um taugavísindi og sálfræði en um heimspeki þar sem hann er jú ekki sérfróður um þær greinar. Þar sem ég hef ekki heldur sérþekkingu á þeim sviðum er ég ekki í góðri aðstöðu til að greina þá ónákvæmni en keimurinn virtist ósköp svipaður mörgu sem lesa má í hinum ýmsu tímaritsgreinum. Precht segir þarna frá ýms- um rannsóknum, hugmyndum, kenningum og athugunum og margar þeirra eru áhugaverðar en í heildina virðist umfjöllunin fremur yfirborðskennd. Hugur 2014-5.indd 259 19/01/2015 15:09:42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244
Síða 245
Síða 246
Síða 247
Síða 248
Síða 249
Síða 250
Síða 251
Síða 252
Síða 253
Síða 254
Síða 255
Síða 256
Síða 257
Síða 258
Síða 259
Síða 260
Síða 261
Síða 262
Síða 263
Síða 264
Síða 265
Síða 266
Síða 267
Síða 268

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.