Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 17
15
Flateijjnr. í maí (og nokkuð í júní, þótt ekki séu skráð tilfelli)
gekk hér vont kvef, sem víst mætti kalla inflúenzu.
Bíldudals. Mikill faraldur síðustu mánuðina.
Þingeijrar. Kvefsótt í meðallagi.
Flateyrar. Einhver faraldur mánuðina janúar—marz, en annars
dreifð tilfelli.
Hóls. Einna mest bar á kvefinu í aprilmánuði. Var ekki þungt og
ckki á neinn hátt óvenjulegt.
ísafi. Alla mánuði ársins.
Ógur. Aðalfaraldurinn í max með 4 lungnabólgutilfellum.
Hólmavíkur. Gerir einkum vart við sig, er kemur fram á vorið, og
helzt langt fram á haust.
Miðfi. Gætir lítið eitt allt árið, en enginn þungur faraldur.
Btöndnós. Með minna móti.
Sauðárkróks. Faraldur í febrúar—apríl. Byrjaði á Sauðárkróki í
febrú ar og' fór geyst yfir. Voru það aðallega börn, sem veiktust, og
lágu mörg þungt haldin. Fáir fullorðnir lögðust í rúmið. Hafði veikin
að mestu gengið yfir á Sauðárkróki á 3 vikum, en fór þá að breiðast
nt um sveitirnar. Bar þar einnig mest á því, að börn veiktust, en
Hokkrir fullorðnir veiktust einnig allþungt, sennilega af því að þeir
gálu ekki farið nógu varlega með sig', og lungnabólgutilfelli í sam-
bandi við veikina í fullorðnum voru langflest í sveitinni. Sams konar
faraldur gekk einnig' í nágrannasveitum og' mun sums staðar hafa
verið talin inflúenza.
Hofsós. Nokkur tilfelli allt árið, mest vor og haust.
Ólafsfi. Fáein tilfelli, aðallega í maí og' júní.
Svarfdæla. G,etið í öllum mánuðum, en ekki er hægt að tala um far-
aldur nema í febrúar og' eitthvað fram í marz. Var þá noklcuð svæsin
°g fengu nokkrir kveflungnabólgu.
Akureyrar. Gert dálítð vart við sig, en aldrei orðið illkynjað eða
náð verulegri útbreiðslu.
Höfðahverfis. Gerði vart við sig öðru hverju, en alltaf væg.
Húsavikur. Mikið bar á kvefsótt, einkum fyrstu mánuði ársins, og
virtist vera sami faraldur og seinustu mánuði næsta árs á undan. Bar
nú mest á veikinni í börnum og unglingum. Ekki virtist hún líkjast
mflúenzu. Hiti var hár, lítið kvef, meðan hitinn hélzt, en þegar hann
yar horfinn, oft mikið kvef og kveflungnabólga. í sambandi við veik-
ma bar talsvert á erythema infectiosum, myringitis, otalgia og otitis
niedia.
Öxarfi. Fleiri skráðir með kvef en líklega nokkurn tíma í minni tíð,
°g þó lengur væri. Hið vonda kvef, er ég Ivsti í ársskýrslu i fyrra, stóð
hér áf ram fram í júnibyrjun. Þá hafði þessi faraldur, óbreyttur að
einkennum í aðalatriðum, staðið í 1 ár samfleytt — er sólin loks
steikti þetta úr fólki eins og fleira.
Þistitfi. Ivvefsótt, aðallega í börnum, fyrra hluta árs. Að vísu óvana-
'ega almenn, en ekki tiltakanlega þung.
Vopnafi. Kvefár óvenjulegt hér um slóðir. Svo mátti heita, að allan
fyn'a helming ársins væri hér óslitin kvef- eða inflúenzufaraldur.
' h'tist um 3 aðgi'eindar kvef- eða inflúenzubylgjur að ræða, þá fyrstu