Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 40
38
Syphilis. Sjúklingar með þann sjúkdóm eru þessir:
Aldur, ár 15—20 20—30 30—40 40—60
Syphilis M. K. M. K. M. K. M. K. Samtals
primaria............ „ „ 3 „ 2 1 1 „ 7
secundaria ......... „ „ „ „ 1 „ „ „ 1
tertiaria ............... „ 1 „ „ „ „ „ 1
Samtals . „ „ 4 „ 3 1 1 „ 9
Hér eru ekki skráðir nema nýir sjúklingar á árinu. Sjúklingar, sem
hafa verið skráðir áður og hafa verið til lækninga á þessu ári, eru
ekki meðtaldir, heldur ekki þeir sjúklingar, sem lagðir voru inn á
6. deild og eru taldir þar. Af þessum 9 sjúklingum eru 8 íslendingar,
en 1 útlendingur. Af íslendingunum eru 6 búsettir í Reykjavík, 1 á
Sauðárkróki og í í Hafnarfirði. Aðeins 2 af þeim 7 sjúklingum, sem
höfðu syphilis primaria, höfðu smitazt í útlöndum, hinir allir hér
á landi. Hefur tekizt að rekja uppruna sjúkdómsins hjá öllum sjúk-
lingunum, sem hér eru taldir, nema einum. Lækningu 5 þessara
sjúklinga er nú lokið, en 3 eru enn undir læknishendi.
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Rvík. Af sjúklingum á árinu 1939 voru 21 lekandasjúklingur út-
lendur og 1 sárasóttar.
Hafnarfi. Ég er hræddur um, að kynsjúkdómar breiðist hér út, því
að unga fólkið virðist allfrjálslynt i þeim sökum, sérstaklega kven-
fólkið gagnvart útlendingum, og verstar eru telpur um og yfir
fermingu.
Borgarfi. Kynsjúkdóma varð ekki vart.
Óíafsvikur. Þetta ár ekkert tilfelli af gonorrhoea né öðrum kvn-
sjúkdómum.
Bíldudals. Enginn sjúklingur á árinu.
Hölmavíkur. 1 sjúklingur.
Blönduós. Kynsjúkdómar gera enn ekki vart við sig, og má það i
raun og veru teljast merkilegt, einkum að því er Skagaströnd snertir.
Sauðárkróks. 2 tilfelli af lekanda komu fyrir á árinu, piltur og
stúlka. Batnaði báðum að fullu, að því er séð varð. Af syphilis er
skráð 1 tilfelli. Var það maður, er hafði legið alllengi með útbrot og
hita, er reyndist stafa frá lues. Batnaði honum við salvarsan. Fluttist
síðan til Reykjavíkur og heldur þar áfram lækningu hjá kynsjúk-
dómalækni. Hvaðan smitun hans stafar, er alls óvíst.
Ólafsfi. Á árinu komu fyrir 4 tilfelli af lekanda. í febrúar veiktist
telpa á 2. ári af vaginitis gonorrhoica, og var ekki unnt að komast
fyrir smitun. í júní veiktist piltur úr Vestmannaeyjum, og gaf hann
upp stúlku hér í kauptúninu, er hann hefði haft mök við. I júlí veikt-
ist annar aðkomupiltur af Austfjörðum og hinn þriðji hér í kaup-
túninu. Hinn fyrri gaf upp áðurnefnda stúlku, en hinn þriðji þóttist
ekkert vita, enda hálfgerður auli. Stúlkan var rannsökuð oftar en
einu sinni, án jiess að sýklar fyndust, og leikur hún lausum hala enn
þá, eftir að hafa fengið rækilega aðvörun. Mig grunar, að hún haíi
smitað alla þessa 4 sjúklinga og enn fremur pilt, sem talinn er í
desember 1938. Stúlka þessi var mikið með áðurnefnt barn.