Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 127
125
annað slagið á þessu ári. Drykkjuskapur töluvert áberandi, einkum
meðal yngri manna. Mesta plágan í þessu efni virðist það, hvað menn
byrja að drekka ungir. Danssamkomur tíðar og talið erfitt að ná
ungu fólki saman, nema dans fylgi á eftir. Fregnir berast eftir á lít um
það, að ryskingar hafi orðið, menn slegizt drukknir, föt fólks verið
rifin og jafnvel að nokkur smáslys hafi orðið stundum.
Ögur. Nokkur áfengisnautn fylgir sjómönnum í Súðavík og Ögur-
vík, en annars staðar lítil eða engin. Tóbak nota margir, í Súðavík
vindlinga og reytóbak, en annars staðar nær eingöngu neftóbak.
.1 liðjj. Afengisnautn virðist vera mjög lítil, heimabrugg sama og
ekkert og tóbaksnautn áreiðanlega minnkandi.
Blönduós. Áfengisnautn er varla hæg't að segja, að sé almenn, en þó
lier talsvert á henni í sambandi við skemmtanir. Brugg mun nú vera
orðið lítið, enda erfiðara um vik, síðan sykurskömmtun var upp tekin.
Kaffi er notað í allstórum stil, og tóbaksnautn er mjög almenn, bæði
meðal eldri og' yngri.
Hauöárkróks. Áfengisnautn hefur verið talsverð, einkum í lcaup-
slaðnum. Mun þar hafa þrifizt launsala á vínum frá Áfengisverzlun
í'íkisins. Bruggun áfengis mun einnig hafa verið nokkur, en hlýtur
nú að hverfa, síðan farið var að skammta sykur. Kaffi- og' tóbalcs-
neyzla eins og víðar allmikil.
Ólafsjj. Áfen gisnautn minni á þessu ári en árið áður. Tóbak og kaffi
er mikið notað.
Soarfdæla. Stjórn U. M. F. Svarfdæla telur, að félagar haldi vel
bindindisheit sín, en í því félagi er flest æskumanna hér. Félagið hefur
og tóbaksbindindisdeild.
Höföahverfis. Mjög' svipað og undanfarið. Kaffi mikið notað. Tó-
baksnotkun töluverð.
Húsavikur. Ekki er hægt að segja, að mikið beri á áfengisnautn hér.
bó ber það við, að einkum ungir menn eru eitthvað ölvaðir á samkom-
>un. Ekki verður vart við brugg. Kaffinautn mikil, einkum í þorpinu,
en þó mun nokkuð af ungu fólki, sem neytir ekki kaffis. Tóbaksnautn
mikil, einkum vindlingareykingar, og eru bæði kynin undir þessa
synd seld. Þó er nú æði margt af ungu fólki, sem neytir ekki tóbaks,
og virðist mér það jafnvel fleira hér í þorpinu en úti um sveitirnar.
Öxarfj. Notkun áfengis, kaffi og tóbaks er í svipuðu horfi og að
nndanförnu og ekki meiri að minnsta kosti.
Þistilfj. Áfengisnautn í svipuðu horfi. Engir ofdrykkjumenn og
landabrugg nú niður lagt. Tóbak, kaffi og te mikið notað.
Vopnafj. Áfengisnautn lítil eins og undanfarið. Meira mun nú pant-
að af svartadauða en undanfarin ár. Tóbaksnautn og' kaffinotkun
oiun svipuð og verið hefur undanfarið.
Hróarstungu. Áfengisnautn er hverfandi lítil, en kaffi og tóbak
notað svipað og áður.
Regöarfj. Áfengisnautn fer minnkandi. Sést varla drukkinn maður.
Berufj. Áfengisnautn mest áberandi á samkomum, einkum í þorp-
mu. Mjög lítið ber orðið á bruggi. Nokkuð er pantað af vínum frá
Afengisverzluninni, einkum fyrir samkomur. Tóbaksnautn er almenn,
en reykingar barna virðast hafa minnkað. Kaffinautn er mikil.