Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 131
129
Vestmannneijjci. íþróttir stundaðar hér allt árið nenia á vertið. Skáta-
félag starfar hér.
Eyrarbakka. Hér á Eyrarbakka var koniið upp allgóðri gufubað-
stofu (finnskt bað) í sambandi við samkomuhúsið, og var þá hafin
leikfimiskennsla barna og unglinga í því. Sundlaug Lárusar Rists í
Hveragerði var allmikið sótt af einstaklingum og flokkum.
Keflavíkur. í Keflavík var opnuð nv sundlaug. Húsið og vatnið hitað
upp með kolum. Laugin er 16,33 X 9 m, og eru 4 klefar fyrir ca. 10 í
einu og 2 steypiböð. Að neðan til er 1 klefi með allri lauginni fyrir
karlmenn og drengi. Fyrsta mánuðinn voru 90 orðnir syndir, og mátti
það heita góður árangur. Fermingarhörn var farið með til Laugarvatns
tii sundnámskeiðs, bæði úr Útskálasókn og Grindavikur. Stóðu prest-
arnir aðallega fyrir því.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál er lítið viðhöfð öðruvísi
en með munnlegum leiðbeiningum og samtölum, því að það er eins
og hundi sé boðin heil kaka, ef halda á hér fræðandi fyrirlestra á
samkomum.
Akureyrar. Ég hef reynt að auka áhuga héraðsbúa fyrir auknu
hreinlæti og bættum lifnaðarháttum með því að flytja erindi innan
félaga og sköla hér í bænum um heilbrigðisfræðileg efni.
Húsavikur. í sambandi við skólaskoðanir talar læknir við börnin
uin íþróttir, mataræði, tóbak og vín. Stúlkubörnum, sem komnar eru
uð menarche, er skýrt frá þeim breytingum, sem á þeim verða, hvers
þær eiga að gæta og hvað að varast.
Vopnafj. Héraðslæknir kenndi við unglingaskóla, sem haldinn var
í kauptúninu, meðal annars heilsufræði.
Vestmannaeyja. Fólki leiðbeint á ýmsan hátt í viðtali og' blaða-
greinum um ýmis heilbrigðismál.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
nema einu (Fljótsdals) og ná til 14335 barna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp úr
skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 11411 börn, eða 79,6%
nllra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum en
heimavistarskólum. 321 barn, eða 2,2%, hafa notið kennslu í heima-
vistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skólun-
nm. 1757 börn, eða 12,3%, hafa notið kennslu í sérstökum herbergj-
11 m í íbúðarhúsum og 846, eða 5,9%, í íbúðarherbergjum innan um
heimilisfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það virðist
vera mjög mismunandi: I hinum almennu skólahúsum er loftrými
kennslustofanna minnst 1,0 m8 og mest 11,3 m3 á barn, en jafnar sig
npp með 2,78. í heimavistarskólunum 2,6—7,5 ms; meðaltal 3,9 m3. í
IV