Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 80
o. fl. Langflestir sjúklingar leituðu mín vegna aldursfjarsýni, og
eru konur þar í talsverðum meira hluta, enda vinna þær að jafnaði
meir þau störf, er góðrar nærsýni krefjast, svo sem saumaskap og
þjónustubrögð. Þessi kvilli bagar ekki svo mjög karla, er margir
vinna aðeins útistörf til sjávar og sveita. Hjá körlum eru hins vegar
conjunctivitis mjög tíð. Kvarta flestir þeirra um sviða eða rennsli
úr augum, og eru þeir oft taldir sem fylgikvillar. Þar sem nauðsyn
þótti, var sjúklingum ráðið íil uppskurðar, og hafa þegar nokkrir
þeirra komið til Reykjavíkur í þeisn erindum. Er mér kunnugt um 3
glauc. og 2 cat. sjúklinga, ei þegar hafa verið ópereraðir þar syðra.
Cataractasjúldingar eru þeir taldir, sem þegar hafa aðeins hálfa
sjón eða minna af þeim orsökum, en ekki þurfa nærri allir þessir
menn aðgerðar við nú í bráð. Þeisn sjúklingum, er glaucoma hafa, er
hins vegar öllum ráðið til uppskurðar, svo framarlega sem nothæf
sjón er eftir á auganu. Gleraugu hafa verið send þeim sjúklingum,
er þeirra þörfnuðust, og enn fremur voru látin meðul við conjuncti-
vitis.
4. Sveinn Pétursson.
Um Suðurlandsundirlendið fór ég svipað og síðasta sumar, og um
aðsókn er það að segja, að hún er alls staðar minnkandi, nema í
Vestmannaeyjum, þar sem hún liefur aukizt, og má það mikið þakka
læknum staðarins, er sýna mikinn skilning á glaucomhættunni og
öðrum augnsjúkdómum, enda sjá svo um, að enginn grunsamlegur
sleppi við skoðun. Um hina staðina er það að segja, að ferðir að sum-
arlagi eru alls staðar daglega og sums staðar tvisvar á dag, svo að
eðlilegt er, að menn bíði ekkert með augnkvilla sína, heldur fari strax
lií Reykjavíkur. í Vestmannaeyjum skoðaði ég 134 sjúklinga og
kenndi þar flestra grasa, langmest af refraktionstruflunum og alls kon-
ar augnbólgu (scleritis, keratitis og retinitis). Nýir cataractasjúklingar
18, þar af 3 óperationshæfir, 1’nýtt glaucoma, sem síðar var ópererað.
Af strabismus var töluvert, flestir þeirra sjúklinga corrigeraðir, en
2 eru þeg'ar ópereraðir. Á Breiðabólstað á Síðu voru skoðaðir 2 (þó
skoðaði ég 7 á Flögu í Skaftártungu). I Vík í Mýrdal skoðaðir 14. Á
Stórólfshvoli 12 og á Eyrarbakka 9 sjúklingar. Af þessum sjúklingum
voru langflestir með refraktionstruflanir. Ekkert nýtt glaucoma. 1
óperationshæfur cataractasjúklingur, 1 með augnvöðvalömun. í Vík
í Mýrdal skoðaði ég 1 sjúkling með ulcus serpens corneae, og var það
sá eini, sem ég sá í öllu ferðalaginu.
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 2331 lifandi og
37 andvana börn.3)
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 2294 barna og 42 fósturláta.
1) Þessari tölu Hagstofunnar ber illa saman við skýrslur ljósmæðra, sem greina
frá 52 andvana fæddum börnum.