Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 102
100
3. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á þessu ári samkvæmt töflu XVII
49 alls eða 1 fleiri en á síðast liðnu ári. Hafa 2 sjúkraskýli verið reist
á árinu (á Grenivík og í Laugarási), en berklahælið á Reykjum hins
vegar verið lagt niður. Jafnframt var húsrúm aukið á Vífilsstöðum og
sjúkrarúmum bætt við, nokkurn veginn sem svaraði rúmafjöldanum
á Reykjum. Sjúkrarúm eru og talin nokkru fleiri á ýmsum öðrum
sjúkrahúsum en áður (einkum á Landsspítalanum, sjúkrahúsi St.
Josephs systra í Reykjavík og sjúltrahúsi Seyðisfjarðar) ýmist fyrir
aukið húsnæði, eða fyrir það, að starfsfólki hefur smátt og' smátt
verið rýmt í burtu (Landsspítalinn).
Rúmafjöldi sjúkrahúsa telst 1218, og koma þá 10,2 rúm á hverja
1000 íbúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 41 með samtals 720 rúmum,
eða 6,4%0, og hefur fjölgað um 52 rúm. Á heilsuhælum eru rúmin
talin 281, eða 2,3%c.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Til Sóttvarnahúss ríkisins þurfti, sem betur fer, ekki að taka á
árinu. Er það vel farið, því að í raun og veru er það til skammar, ekki
sízt sem ríkisstofnun, og hefur mér oft komið til hugar að láta heil-
brigðisnefnd og' einhverja nefnd lækna dæma það ónothæft og jafn-
vel skaðvænlegt til notkunar sem sjúkrahús. Farsóttarhúsið í Reykja-
vík er algerlega ófullnægjandi, fyrst og fremst lítið og óhentugt, en
hitt kastar þó tólfunum, að helmingur jress skuli vera berklaspítali-
Ég hef oft undan þessu kvartað og mér verið lofað bót, en aldrei orðið
úr neinu.
Skipaskaga. Fjársöfnun til sjúkraskýlis heldur áfram; sjóðir þeir,
sem um hefur verið getið, stækka, og fleiri stoðir renna undir fjár-
söfnunina. Á árinu var hafinn undirbúningur að byggingu sjúkra-
skýlis.
Stykkishólms. 42 röntgenmvndir teknar í sjúkrahúsinu og 50 gegn-
Iýsingar gerðar.
Bíldudals. Siðastliðið sumar var ráðizt í að bygg'ja vandaðan læknis-
bústað á Bíldudal, enda var ekki uin annað að ræða, því að ekkert
húspláss var fáanlegt fyrir lækni. Einnig þótti nauðsynlegt að fá eitt-
livert pláss fyrir sjúklinga, því að ekki er þæg'ilegt að þurfa að senda
burt hvern mann, sem eitthvað verður að. Hús þetta er nú að mestu
fullgert, og flutti læknir í það laust fyrir áramótin. Á efri hæð er íbúð
læknis, en á neðri hæð eru 2 sjúkrastofur með plássi fyrir 5 sjúk-
Jinga, lækningastofa, apótek, herbergi, sem ætlað er fyrir Ijóslækn-
inga- og röntgentæki og smáherbergi fyrir hjúkrunarkonu, en auk
þess baðherbergi með þvottaskál og salerni, geymsluherbergi og mið-
stöð. Húsið er að öllu hið myndarlegasta, en ekki alveg' fullgert enn
þá, enda er fjárhagurinn þröngur og húsið orðið mjög dýrt. Ekki er
hyrjað að starfrækja sjúkraskýlið, enda er það allslaust að öllu enn
sem komið er.
Flateyrar. Sjúkraskýlið rekið í svipuðum stil og áður.
ísa/j. Legudagafjöldi minni en áður vegna þess, að minna er inn