Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1939, Blaðsíða 129
127
því efni en prentuðum leiðbeiningum. Einnig er mér ekki grunlaust.
um, að þeim gangi verr að tileinka sér prentað mál en talað. Flestar
mæður hafa börnin á brjósti í byrjun, en fáar nema nokkrar vikur.
Grunsamlega margar bera það fyrir sig, að þær mjólki ekki. Það er
ckki óalgengt, að börnin séu óhæfilega lengi látin nota pelann. „Snuð-
in“ sjást alls staðar, og' það löngu eftir að börnin eru komin á legg —
jafnvel 3, 4 og meira að segja 5—6 ára börn jóðla þetta.
Reijðarfi. Meðferð ungbarna góð.
Berufi. Meðferð ungbarna virðist góð, og lítið ber á kvillum meðal
þeirra.
Vestmannaeyja, Fer stöðugt batnandi ár frá ári.
Keflavikur. Meðferð ungbarna er víðast góð, að því er ég þekki til.
Flestar mæður vilja hafa börn sín á brjósti.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Íþróttalíf vaxandi.
Borgarfi. Leilcfinli er kennd í skólunum 2 og sund í Reykholti og
víðar, en útiiþróttir eru stundaðar víða á vorin fyrir íþróttamót, sem
háð er í júlí ár hvert.
Borgarnes. Íþróttalíf fremur dauft. Þó fjölgar skíðamönnum, en
skíðafæri sjaldgæft, því að langt er til fjalla. Skautsvell hafa lítil
verið þessa síðustu vetur. Einhver leikfimi er i sumum barnaskól-
um héraðsins. Margir læra að synda, en sundlaug er engin enn þá
hér í Borgarnesi.
Stykkishólms. Úti um sveitirnar er ekki um neitt íþróttalíf að tala.
I Stykkishólmi háir helzt vöntun á hentugu húsnæði og áhaldaleysi
inniíþróttum. Einfaldasta barnaskólaleikfimi er þó kennd börnum í
barnaskólanum hér. A vorin er farið með 12—13 ára börnin til sund-
náms í Reykholti um 14 daga, og' yekur það nokkurn áhuga hjá þeim.
Ðaia. Sundnámsskeið haldið að Laug'um, eins og venja er til. íþrótta-
líf annars með litlum blóma.
Bildudals. Sundnámskeið er haldið að sumrinu við heita laug í
Reyk jarfirði, en laugin má heita ónothæf, eins og stendur — gömul
torflaug hálffull af leðju. Nú ér þó í ráði að steypa laug', undir eins og
cfni og ástæður leyfa. Skíða- og gönguferðir eru talsvert iðkaðar.
kingeijrar. 40 ára gamalt íþróttafélag hér í kauptúninu; aðeins hjar-
k'. Iþróttir leggjast gersamlega niður. Skautaferðir stundar enginn.
Skíðin útrýma öllum öðrum íþróttum. Er mikill áhugi á þeim, en snjó-
leysið tekur þá í taumana, svo að litið gagn verður að.
Hóls. Sundlaug'in starfrækt á tímabili að sumrinu eins og undan-
farin ár.
Miðfi. íþróttafélag Hvammstanga er nú að reisa einlyfta stein-
steypta gufubaðstofu, sem mun taka til starfa á næsta ári, ef hægt
verður að fá fullnægjandi ofn. Virðist vera nijög mikil þörf á þessu, þar
Sem aðeins eru böð í 3 húsum, en hér lifa þó 290 manns. Mikill áhugi,
serstaklega hér á staðnum, fyrir íþróttum, enda talsvert iðkuð knatt-
spyrna í sumar, skíðaferðir og leikfimi i vetur.